Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 36
474
KIRKJUKITIÐ
í stjórnarnefnd
liinna almennu kirkjufunda eiga nú sæti þessir menn:
ASalmenn: Gísli Sveinsson fyrrv. sendiherra, formaður, dr. Asmundur
Guðmundsson biskup, sr. Þorgrímur Sigurðsson, varaformaður, sr. Sigur-
björn Á Gíslason, Páll Kolka héraðslæknir, sr. Sigurjón Guðjónsson próf-
astur, Sigurbjörn Þorkelsson forstjóri.
Varamenn: Ólafur B. Björnsson ritstjóri, dr. med. Árni Árnason, sr. Jakob
Einarsson prófastur, sr. Pétur Sigurgeirsson, sr. Þorsteinn Bjömsson frí-
kirkjuprestur, Gísli Jónasson skólastjóri.
Gleðileg jól.
Lag: Þitt orS og andi.
Nú helg er komin hátíðin
frá hástól Guðs með gleðiboðskapinn.
Frelsarinn er fæddur,
krafti Guðs í klæddur.
Kærleiksröddin Iiljómar:
Heilög, heilög jól!
Hve verður hlýtt um hjartans rót,
er hugur tekur Frelsaranum mót.
Ljósið skýin skrýðir,
skrúðann dýrðin hefur.
Birtast englar bliðir.
Bamið mönnum gefur
heilög, heilög jól.
Ingibjörg Guðmundsdóttir.
* J'í *
Ef trú þín kostar þig ekki tiu aura á ári, þá er hún eflaust heldur ekki
tíu aura virði. — Schwencker.