Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 49
PREDIKARINN 487 hrós fyrir þessar predikanir, sem voru greið og góð svör að úliti fólksins, við ýmsum vandamálum, sem það velti fyrir sér. Predikarinn verður alltaf að vera kennari í starfi sínu, fræðsla er nauðsynleg í öllum predikunum. Reynsla snjöllustu predikara veraldar fyrr og síðar sannar, •að smásögur og dæmi úr daglegu lífi hafa ákaflega mikið gildi i predikunum. Kristur sjálfur notaði þá aðferð alveg sérstaklega °g sýndi þannig fylgjendum sínum hina áhrifaríkustu leið í ræðugerð. Þar eru dæmisögur lians frægust sönnun. Og í Fjall- ræðunni nefnir hann einnig dæmi og endar hana með líkingu. Allir predikarar ættu að hafa opin augu og eyru fyrir slíku efni, bæði í bókum og þó einkum lífinu sjálfu. Og þeir þurfa RÖ æfa sig að móta slíkar frásagnir í stuttu, áhrifamiklu formi. Þannig verða ræður bæði minnisstæðari og áhrifameiri. Ein lítil saga getnr orðið líkt og perla, sem geislar frá sér öllum Ijóma predikunarinnar og minnir á allt, sem máli skiptir gagnvart henni. Stundum er spurt: Eiga predikanir að vera skrifaðar? Sagt er, að prestur nokkur hafi sagt, þegar um þetta var talað: „Minn söfnuður kærir sig ekki um formbundnar predikanir. Hann vill helzt, að ég mæli af munni fram nokkur vel valin orð.“ Aðrir telja sig ekki hafa tíma til að skrifa sínar predikanir, það taki svo ægilegan tíma frá öðrum nytsamari störfum. Þeir fáta því nægja að líta yfir textana á laugardögum og merkja við -einhvern kafla, sem auðvelt sé að þrugla um í tíu til fimmtán minútur. Enn eru þeir til, sem segja, að skrifuð ræða verði alltaf ahrifaminni en óskrifuð. Allt þetta hefir við einhver rök að styðjast. En eitt er víst, skrifuð ræða verður yfirleitt betur unn- ln og hugsuð en óskrifuð. Þar er hægt að breyta og bæta um, íhuga og lagfæra. Hitt er svo annað mál, að aldrei ætti að lesa predikun, heldur flytja af lífi og sál, lielzt án þess að horfa á handrit sitt, nema rett til stuðnings. Predikun er ekki vel undir búin fyrr en hún ei hreinrituð og svo næstum lærð orði til orðs og tileinkuð hug °g hjarta með raddblæ og svipbrigðum. Fátt er átakanlegra við starf sitt en predikari, sem verður næstum að stafa sig fram úr sinu eigin handriti frammi fyrir áheyrendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.