Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 58

Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 58
496 KIRKJURITIÐ Þá gat prófastur þess, að víða væri unnið af kappi að viðhaldi og endur- bótum á kirkjuhúsum í prófastsdæminu. Samanlagður kostnaður við þessar framkvæmdir nam hálfri milljón króna s. 1. ár, og voru allar liorfur á, að sú upphæð yrði ekki lægri á þessu ári. Auk þess hefðu sóknarmenn lagt mikla vinnu af mörkum endurgjaldslaust. Fór prófastur viðurkenningar- orðum um þetta mikla og fómfúsa starf, er að lang mestu leyti væri greitt fyrir með gjafafé í söfnuðunum. Mestar umbætur voru gerðar á Lágafells- kirkju og Landakirkju í Vestmannaeyjum. í sambandi við þetta mál, sam- þykkti fundurinn einróma eftirfarandi tillögu: „Héraðsfundur Kjalamesprófastsdæmis skorar á hið háa Alþingi, að hækka verulega framlag ríkisins til kirkjubyggingasjóðs“. A fundinum flutti Sigurður Birkis, söngmálastjóri, erindi um kirkju- söng og söngkennslu í bamaskólum. Hvatti hann til meira samstarfs kirkju og skóla í söngkennslumálum. Var góður rómur gerður að erindi lians. Páll Kr. Pálsson, organleikari, kom einnig á fundinn, lék fyrir sálmasöng og að auki kirkjutónverk eftir Bach. Að fundi loknum sátu fundannenn boð lieima hjá prófastshjónunum. Bíldudalskirkja átti hálfrar aldar afmæh 2. des. Var þess minnzt með veglegum hátíðahöldum. Fimmtugir urðu þeir nýlega séra Oskar J. Þorláksson, dómkirkju- prestur (5. nóv.), séra Jón Þorvarðsson í Háteigsprestakalli (10. nóv.), og Garðar prófastur Þorsteinsson í Hafnarfirði (2. des.). Mun þeirra nánar getið í næsta liefti ritsins. KIRKJURITIÐ kemur út 10 sinnum á ári. — Verð kr. 35.00. Afgreiðsla hjá Elísabetu Helgadóttur, Hringbraut 44. Simi 4776. ‘XirhiuriliÖ óskar ölíum Usmdum sínum grleðileg'ra jj «> 1 a .

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.