Kirkjuritið - 01.01.1957, Síða 10

Kirkjuritið - 01.01.1957, Síða 10
4 KIRKJURITIÐ Þekkjum vér ekki hið þunga sálarstríð? Jafnvel trúarskáldið mikla, sem yrkir um það, að lífið sé „sigur og guðleg náð“, á að berjast við sárustu raunir og kvöl, „líkt og út úr ofni æpi stiknað hjarta“. Hann, sem breiðir faðminn við nýárssólinni og heilsar henni fagnandi, kveður einnig hin döpru sólarljóð: Lífsins móðir muntu þreytt myrkrin við að etja? Ertu banablóði sveitt, bjarta sigurhetja? I Eða brennir blygðun rjóð bjarta hvarma þína óþakkláta yfir þjóð ár og dag að skína? Eins og Elia forðum hneig örmagna undir gýfilrunninum úti í öræfunum og bað Guð að taka líf sitt, því að sér væri ekki vandara um en feðrum sínum, þannig hafa margir nú lifað stund- ir efasemda og sálarstríðs. Og ef til vill eru einhver af oss í þeim hópi um þessar hátíðir. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefir ekki tekið á móti því. Ég hugsaði um, hvemig ég ætti að skilja það, það var erfitt í augum mínum. Eitt getum vér þó hvílt hugann við. Bænin: Komi ríki þitt var bæn Jesú sjálfs, og hann vildi einn- ig, að allir lærisveinar sínir skyldu biðja hennar daglega. Myndi svo, ef hann hygði, að Guðs ríki kæmi aldrei hingað til vor í fyllingu sinni — Guðs vilji yrði aldrei í raun og veru svo á jörðu sem á himni? Nei, vissulega ekki. Hann sá öfl vonzkunnar í heiminum enn skýrar en vér. Þau beindust gegn honum sjálfum, vörpuðu honum til jarðar í Get- semane og negldu hann á kross. Þau æddu þar um liann eins og úthaf og skildu hann frá lífi. Samt sagði hann: Það er fullkomn-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.