Kirkjuritið - 01.01.1957, Qupperneq 13

Kirkjuritið - 01.01.1957, Qupperneq 13
KOMI RÍKI ÞITT 7 Svo kenndi Kristur og gekk sjálfur á undan, að vér skyldum feta i fótspor hans. Komi ríki þitt. Já, einnig til hinnar íslenzku þjóðar og til vor hvers um sig, þín og mín. Þegar þjóðin öðlaðist aftur fullveldi sitt 1. sunnudag í jóla- föstu 1918, þá hljómaði til hennar frá kirkjum landsins boðskap- urmn um komu Guðs ríkis, guðspjallið um innreið Jesú Krists: Sjá, konungur þinn kemur til þín. Þetta er orðið af hæðum til vor. Hið sama boðar fáni vor: Himininn, hreinleikann, kær- leikann — allt und krossins rún. Og þjóðsöngur vor er bæn til Guðs vors lands um þjóðarþroskann á braut ríkis hans. Starfið er margt og mörg sjónarmiðin. Vér sjáum í blöðum voruni lýsinguna á þjóðarhögunum á ýmsum sviðum, og reynt er að skyggnast fram í tímann og sjá, hvað gjöra skuli. Og lífs- skoðanirnar verða ærið sundurleitar. Til er æfintýri um það, að dýr og menn hafj safnazt saman fil þess að ræða um það, hvað lífið væri. Þrösturinn hóf flug grein af grein og söng: Lífið er fögnuður. Moldvarpan umlaði niðri í duftinu: Lífið er barátta í myrkr- inu. Æskumenn með skólabækur í höndum sögðu: Lífið er nám. Heimsspekingur mælti: Lífið er leyndardómur. Síðast tók til máls kristinn maður: Lífið er mér Kristur. Eg heyrði nýlega aldraðan mann segja hið sama. Þessi reynsla var ávöxtur lífs hans. Teljum ekki að því, þótt skoðanir vor íslendinga séu skiptar um margt, og ekki heldur, þótt hver og einn haldi með rökum fast á sínu máli — aðeins að vér eigum djúpan skilning á því, sem eitt er nauðsynlegt: Að trúa á Krist og leitast við að breyta eftir boðum hans. Það á að vera þjóðararfurinn kynslóð af kynslóð. Þetta er í senn svo undursamlega einfalt og óendanlega hátt. Þegar þyrstur kemur að tærri, svalandi lind, hvað liggur ])á annað fyrir en að teyga vatnið?

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.