Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 15

Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 15
P1STL4R Gleðilegt ái! Þess óska ég öllum lesendum þessara pistla. En við það vakn- ar sú spurning, hvað í óskinni felst. Vissulega margt og mikið. Meira að segja miklu fleira en fyrr á tímum, því að vér gerurn ólíkt meiri lífskröfur á sumum sviðum en áður, og höfum von Urn að geta fengið þær uppfylltar. Líkamsheilbrigði vildum vér helzt öll fá að njóta. Og líkrar velgengni og undanfarin ár, m. ö. o., að vér búum við einhver þau jafnbeztu lífskjör, sem nokkur þjóð undir sólunni á nú kost a. En er oss jafnljóst, að oss er enn meiri nauðsyn að njóta and- legrar heilbrigði — andlegrar velsældar, liggur mér við að segja? ^lenn skilja og finna til áhrifa líkamans á sálina. Er það svo hug- st0ett, að sumir tala stundum á þá leið, að slíkt sanni, að sálin eigi sér enga sjálfstæða tilveru. Sé ekki annað en ákveðnar lík- amshræringar, sem fjari út með lífi líkamans. En ef byggja ætti a slíkri röksemdafærslu, lægi nær að færa líkur fyrir óraunhæfni líkamans sakir þess, að við nánari athugun virðist hann óneitan- lega eiga ennþá meira undir sálinni. Hraustur líkami er fremur Htilsnýtur með sjúkri sál. Andvana líkami vita gagnslaus. Iiins eiu mýmörg dæmi, að þótt líkaminn sé sjúkur eða hrörlegur, geta menn ekki aðeins notið andlegra nautan, heldur unnið Hin mestu þrekvirki. Stundum skín perla sálarinnar fegurst í ítilfjörlegasta hulstrinu. Þess vegna óska ég oss öllu framar andlegra gæða og andlegs þroska á þessu nýja ári. Að oss lærist að skilja, hvað veitir þá hamingju, þann auð. Menningin vaxi. ekkingin, réttlætið og drengskapurinn færist í aukana.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.