Kirkjuritið - 01.01.1957, Qupperneq 18

Kirkjuritið - 01.01.1957, Qupperneq 18
12 KIRKJURITIÐ Forstjóri íslenzkra samvinnufélaga skrifar í starfsmannablað sitt: „Dagarnir hafa verið að styttast og næturnar að lengjast. En svo koma blessuð jólin, — jólaljósin lýsa og skammdegis- skuggarnir hverfa. Klukknahljómur, jólasálmar og birta helg- innar boða okkur fagnaðarhátíð kristinna manna um víða ver- öld. Við hlustum á jólaguðspjöllin um fæðingu Jesú. Gleði, fögnuður og friður fyllir hugi okkar. Birta jólanna lýsir á heim- ilinum, og það verður bjart í borg og bæ, enda þótt myrkur sé úti“. Þetta lýsir gleðiblæ alls almennings, hugsa ég. Bók Brynjólfs Bjarnasonar, formanns Sameiningarflokks al- þýðu Sósialistaflokksins, „Gátan mikla“, sýnir, hversu það er manninum eiginlegt að leita hinztu raka og finna sálu sinni hvíld. Hún er líka nokkur jólaboðskapur. Ljós vottur þess, að hvorki eru tæknivísindin né heimsspekin fær urn að svala þorsta eftir svörum við spurningunum um siðgæðisgrundvöllinn né framhald lífsins. Opinberunin á fullan rétt á sér. Og Krists er full þörf. En að sjálfsögðu er það einskært fagnaðarefni, ef fyllri þekking og öruggari vissa um einiiver sannindi fæst á einhverju sviði og með hvaða hætti sem er. Og meðan þekking vor er enn í slíkum molum, sem raun ber vitni, fer oss öllum bezt lítil- læti og hógværð í dómum um flestan sannleika. Þannig bendir surnt til nýrra tíða í kristnilífi þjóðarinnar. Kiikjan í Póllandi leyst úr íjötium. Það eru stórmerk tíðindi, sem hingað hafa borizt, að nýja stjórnin í Póllandi hafi heimilað kirkjunni að taka á ný upp kristindómskennslu í skólum landsins, æðri sem lægri. Gegn þessu heitir kirkjan að styðja stefnu stjórnarinnar í efnahags- málum og öðru því, er samræmist kristnum anda. Menn verða að muna, að þarna átti að slökkva glæður kristninnar og kveða niður trúarbrögðin. \rar hvorki talið seinunnið né vandasamt fremur en forðum á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar. En

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.