Kirkjuritið - 01.01.1957, Page 20

Kirkjuritið - 01.01.1957, Page 20
14 KIRKJURITIÐ ingur væri kominn úr móð, ef svo mætti að orði kveða. Lista- mennirnir hefðu algjörlega frjálsar hendur á þessu og raunar öllum sviðum. Ég varð alveg ruglaður í ríminu. Við hinir lag- lausu og „ómúsíkölsku“ getum þá kannske farið að semja óper- ur og syngja aríur! Þetta eitt nægir í mínum huga til að sýna, að þörf væri hug- takaskýringa. Virðist, sem hér sé tilvalið hlutverk fyrir útvarpið. Gæti verið efni í nýjan þátt, hliðstæðan hinum ágæta og vin- sæla þætti, „um daglegt mál.“ Bætt úr brýnni nauð- syn — eða hitt þó heldur! Bókaútgáfan Muninn hefir fundið hjá sér köllun til að svala þeim lestrarþorsta, sem ýmsir halda, að margir séu kvaldir af, Segir svo í auglýsingu. (Mbl. 18. 9.1956): „Felsenborgarsögurnar eru nú prentaðar óstyttar, og er engu stungið undir stól af þeim mergjuðu köflum, sem helzt hefir verið vitnað til, þegar þessa bók hefir borið á góma. En eins og geta rná nærri, hafa þær til- vitnanir ekki alltaf verið nákvæmar“. Skylt er að geta, að ég hefi ekki lesið þessa bók og skal því ekki um hana dæma. En auglýsingin talar sínu máli. Umíerðaslysin. Þau fara sífellt í vöxt og eru fyrir löngu orðin nægt tilefni til róttækra ráðstafana. Tvennt er að minnsta kosti unnt að gera strax. Fyrst að lýsa betur fjölfömustu leið landsins, veginn milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, og auðkenna jafnframt skýrar suma hættustaði. Eins að ráða bót á vandamálum umferðarinn- ar á sumum krossgötum, t. d. með því að gera þar neðanjarðar göngubrautir. í öðru lagi, að herða mjög eftirlit með því, að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.