Kirkjuritið - 01.01.1957, Síða 22

Kirkjuritið - 01.01.1957, Síða 22
16 KIRKJURITIÐ FOOITUGIR Séra Óskar J. Þorláksson dómkirkjuprestur F. 5. nóvember 1906. Séra Jón Þorvarðsson prestur í Háteigsprestakalli F. 10. nóvember 1906. Þrír sálmar Nú grænka íölar grundir, nú gróðri skrýðist hlíð, aí kappi allt býst undir þá unaðsþrungnu tíð. Það verður íegins íundur, er flýgur vor um sjá, og stórfellt er það undur, að allt rís dauða trá. Sem höll á háum tindi rís hús Guðs bjart og frítt við söng og sumaryndi og sólargulli prýtt. Guðs orða ljómi lýsir, sá ljómi aldrei dvín. Það hús, sem andann hýsir, í helgibirtu skín. En stundum kuldi streymdi um stafn og kirkjuþil. Þá var sem Guð oss gleymdi og gæfi' ei Ijós og yl. Þá heyrðist orð Guðs eigi, og allt varð dauft og hljótt. Jafnvel á Drottins degi varð dauðkyrrt sem á nótt.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.