Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 28
22
KIRKJURITIÐ
yl. Vaninn og tíininn kæla, því aðeins varðveitum vér hluttekninguna og
hjálpfýsina, að vér dveljumst nærri uppsprettulindum kærleikans.
Einkum er það erfitt á slíkum tímum sem þessum að varðveita sanna
bróðurást til allra, einnig til þeirra, sem vér skiljum minnst og hljótum
að kveða upp dóm yfir breytni þeirra. En vér verðum að gjöra oss það
ljóst, að sá, sem skírskotar til algildrar sannleikskröfu kristindómsins,
skuldbindur sig einnig um leið til fylgdar við algilt kærleiksboð kristin-
dómsins. Kristur er sannleikurinn og kærleikurinn holdi klæddur. Vér
þurfum að ganga fram í Ijósi sannleikans og kærleikans.
Vér höfum sjálfir enga ástæðu til að miklast, en miklu fremur til þess
að átta oss á ástandinu og vandamálunum, einnig með vorri eigin þjóð.
Framfarir vorar hafa orðið miklar í ytri velgengni. En andleg þróun og
heilbrigt siðgæði er ekki að sama skapi. Margt lítilmótlegt og vesalt
spillir þjóðlífinu. Margt kemur fyrir, það er getux vakið þungar áhyggjur
mönnum, sem gæddir eru ríkri ábyrgðaxtilfinningu. Og þessi andlega
og siðferðilega neyð stendur í nánu sambandi við þá atburði, er skelfa
veröld alla.
Því verðum vér að byrja með þeim hætti, sem segir í norskri pré-
dikun £rá miðöldum: „Rétt byrjun allra hluta er sú að byrja með Guði.“
Að óttast Hann og elska og setja allt traust sitt til Hans er og verður fyrsta
boðorðið með fyrirheiti um tíma og eilífð.
Það á að byrja og halda áfram í stöðugri bæn. Vér bætum hvorki úr
neyð sjálfra vor né annara, einix. Vér skulum biðja um það, að þjóð vor
vakni og verði heil. Vér skulum biðja um líkn og þrótt öllum þeim til
handa, sem þjást, og afturhvarf og náð þeim til handa, sem iðka óréttlæti
og valda þjáningum. Vér skulum biðja um það, að Guð stýri hjörtum
þeirra, sem stjóma löndunum. Látum oss biðja um réttlátan frið. Láturn
oss biðja Faðir vors af öllu hjarta, að nafn Guðs helgist, ríki lian komi
og vilji verði.
í slíkri bæn býr friður vor og þróttur, hvað sem fyrir oss kann að koma.
Alvara sómir vel. Ekki hræðsla. Vér höfum eitt sinn áður — á fyrsta sunnu-
degi stríðsins — fengið kveðjuna frá Kristi, sem vér einnig viljum taka nú:
„Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig.“
Johannes Smemo. Wollert Krohn-Hansen. Arne Fjellbu. Kristian Schjelde-
rup. Bjarne Skard. Johannes Smidt. Alf Wi'tg. Ragnvald lndrébo.
(Á. G. þýddi)