Kirkjuritið - 01.01.1957, Síða 29

Kirkjuritið - 01.01.1957, Síða 29
Kirkjur á fslandi að fornu og nýju Þegar eftir að kristni var lögtekin á landi hér, tóku höfðingjar °g efnaðir bændur að reisa kirkjur á bæjum sínum, en minni bændur reistu bænhús. Þrjár ástæður einkum urðu þess valdandi, að hraðað var bygg- lngum þessara guðshúsa. Sú fyrsta, að heitið var hverjum manni Vlst 1 himnaríki fyrir svo marga menn, er staðið gætu í kirkju þeirri, er hann léti gjöra. Önnur sú, að guðshúsið var griðastað- Ur> svo að þar mátti eigi taka seka menn, og var þetta mikið hag- ræði á þeim róstutímum, er yfir landið gengu á fyrstu öldum kristninnar. Þriðja ástæðan var sú, að samkvæmt kristnum lögum skyldi hvern mann grafa í vígðum reit. Fyrir kristnitöku hafa menn verið dysjaðir í nánd við bæina og sennilega til þess ætlaður Serstakur reitur. Hafa menn eðlilega kosið, eftir kristnitökuna, að mega jarða menn svo sem þangað til hjá feðrurn sínum og mæðrum, enda erfiðleikum bundið að flytja menn um langan Veg til greftrunar, bæði vegna vegleysu og þess að hentugan Uiubúnað skorti um líkin. Að vísu mun greftrun að hálfkirkjum og bænhúsum ekki hafa verið heimil samkvæmt ströngustu kirkjulögum. Eigi að síður bendir margt til þess, að menn hafi verið greftraðir við bæn- 1 r . C3 JT 7 O usm, enda umhverfis þau venjulega girtur reitur. Hafa á síðari arurn mjög víða fundizt mannabein í jörðu á þeim bæjum, þar sem bænhúsin stóðu til forna. Til dæmis um það, hve kirkjubyggingum hér miðaði ört áfram, má geta þess, að um 1200 telur Páll biskup Jónsson upp 220 kirkj- Ur 1 Skálholtsbiskupsdæmi, og nefnir hann þó þær kirkjur einar, er presta þurfti til að fá, þ. e. a. s. kirkjur, þar sem jafnframt var prestssetur á kirkjustaðnum eða í sókninni. Þess utan voru allar

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.