Kirkjuritið - 01.01.1957, Page 30

Kirkjuritið - 01.01.1957, Page 30
24 KIRKJUBITIÐ útkirkjur, hálfkirkjur, er sungið var á annan hvern dag helgan, fjórðungakirkjur og bænhús. Eftir 1200 fjölgaði kirkjum enn nokkuð í landinu. Gísli biskup Jónsson telur um 1570 um það bil 340 kirkjur í Skálholtsbiskups- dæmi, en af þeim voru ríflega 100 aðeins hálfkirkjur eða fjórð- ungakirkjur, svo höfuðkirkjum hefir eigi fjölgað nema um ca. 20 á tímabilinu frá 1200—1570. í Hólabiskupsdæmi eru 1461 tald- ar 110 graftrarkirkjur .En hálfkirkjur og fjórðungakirkjur hafa þar verið ríflega 90. Um siðaskiptin má ætla, að hér á landi hafi því verið um 350 alkirkjur, en hálfkirkjur og fjórðungakirkjur sem næst 195, eða kirkjur alls um 545. Bænhús voru miklu fleiri en kirkjumar. Eftir siðaskiptin var þegar tekið að leggja áherzlu á það af konungsvaldinu danska, að fækka kirkjunum í landinu og þá einkum hálfkirkjum og bænhúsum. Lýsir konungur yfir því sem vilja sínum í bréfi 16. apríl 1556, að hætta skuli með öllu að hafa guðsþjónustur um hönd í hinum smærri kirkjum (kapell- um) þ. e. hálfkirkjum og fjórðungakirkjum. Eftir þetta taka hálfkirkjur og bænhús að hverfa úr sögunni. Sumar eru niðurlagðar með konungsbréfum, en flestar hverfa þegjandi og hljóðalaust. í jarðarbók Árna Magnússonar í byrjun 18. aldar er að vísu getið liálfkirkna og bænhúsa á mörgum jörðum, en flest eru þessi hús þá úr sögunni fyrir löngu, og minn- ing þeirra lifir aðeins eftir í hugum fólksins. Árið 1748 eru prestaköll landsins aðeins talin 190 og kirkjur alls um 320. Árið 1880 eru prestaköllin með lögum ákveðin 141, og kirkjur eru þá samtals 291. Með lögum 1907 um skipun presta- kalla er prestum fækkað í 105, en kirkjur eru þá 277. Með lögum 1952 er tala presta 116 en sóknir 285. Síðan hefir prestum verið fjölgað um 1, heimild veitt til þess að ráða aukaprest, sóknum fjölgað um 1, en tvær lagzt í auðn, svo að nú eru kirkjusóknir í landinu 284. Kirkjur eru nú alls 275 og að auki tvær kapellur við skólahús, fjórar kapellur aðrar og fjögur bænhús, eða sam- tals 285. Þar af eru kirkjur í byggingu, en ennþá óvígðar sex. Flestar íslenzku kirkjumar voru torfkirkjur. Þó voru tiinbur- kirkjur á hinum stærri og ríkari stöðum, og hafa sennilega verið

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.