Kirkjuritið - 01.01.1957, Page 35

Kirkjuritið - 01.01.1957, Page 35
KIRKJUR Á ÍSLANDI AÐ FORNU OG NYJU 29 sér undir forystu biskups. Og jafnhliða verður, eins og ég hefi áður drepið á, að vinna að því, að hinar nýju kirkjur geti orðið hentugar, smekklegar og í þjóðlegum stíl. Sennilegt tel ég, að hagkvæmara mundi reynast að reisa hinar minni kirkjur í fá- mennum sóknum úr timbri, en ekki litla steinkumbalda, sem yfirleitt reynast illa, eins og á hefir verið bent, og eru auk þess ósmekklegir. Kirkjur eru nú víða í sóknum landsins hrörlegustu húsin, svo að jafnvel gripahús bændanna taka þeim fram. Þetta má ekki svo til ganga. Guðshúsin eiga að verða veglegustu húsin í hverri sveit, ekki endilega þau stærstu, en yfir þeim á að vera tign og reisn. Að þessu þarf, og að þessu á að vinna. Og til þess þarf kirkju- st]°m, Alþingi og söfnuðir landsins að taka höndum saman og tryggja á þann veg skynsamlega framkvæmd þessara mála. Sveinn Víkingur. Kirkjuvikan Af starfi mínu hér er það helzt að segja, að við efndum til „kirkjuviku" kér í byrjun nóvember mánaðar. Var þar um eins konar vakningarsam- koniur að ræða, sem fóru fram á hverju kvöldi í viku. Tuttugu og tvær kirkjur áttu samvinnu um þetta, en það er tala lúterskra kirkna hér í borg- ínm. Aðkomumennn voru fengnir til ræðuhalda í öllum kirkjunum. Það, Seni e*nkum var merkilegt og einstætt við þetta, var þátttaka leikmanna. pör leikmanna í kirkju minni gerðu skipulagða húsvitjun á heimilum safnaðarmanna og annarra, til að örfa þá til að sækja samkomurnar og eögja málefnum kirkjunnar lið. Þetta tókst vel, og í allt sóttu 2250 rnanns samkomur okkar, áður en vikan var liðin. Árangurinn er aukin kirkjusókn, a>u' safnaðarmeðlimir, innritun nemenda í sunnudagaskólann, og hópur 1 rna hefir verið færður til skírnar. Allstór hópur fólks sækir nú námskeið, 1 ^le^ vikulega, er það eins konar fermingar undirbúningur fyrir u orðna. Sumt af þessu fólki var áður kaþólskt, eða úr öðrum deildum otmælenda, nokkrir hafa aldrei fyrr komið nálægt nokkurri kirkju. [Úr bréfi frá dr. Vcildimar Eylands].

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.