Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 37

Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 37
X KANTARABORG 31 Áin Stour á upptök sín í þröngu dalverpi alllangt norður af borginni og fyrr á öldum var hún fær þeim skipum, sem þá voru í notkun, alla leið upp til Fordwich, sem er um 4 km norðaustur af Kantaraborg. En nú sjást engar siglingar á þess- um slóðum, eins og á tímurn Rómverjanna. Umhverfið er fyrst °g fremst sveitabyggð, og ávaxtarækt og humla aðalatvinnan. Borgin lifir á verzlun við sveitina og smáiðnaði, ávaxtaniður- suðu og ölgerð og vefnaði. Og ferðamönnum. Enn þann dag í dag koma tugir þúsunda ferðamanna úr öllum löndum til Kant- sraborgar. Ennþá sér maður þarna frægustu pílagrímaleiðina, sem lá til borgarinnar, Watling street, sem reyndar er fyrsti þjóð- Vegurinn, sem Rómverjar lögðu, eftir að þeir höfðu náð fót- festu á Bretlandi Keltanna við Richborough. Fornleifarann- s°knir síðari tíma hafa leitt í Ijós, að þarna hafa Rómverjar haldið rakleitt til Durovernum, þar sem Kantaraborg er nú, en þá var þar aðeins nothæft vað yfir ána Stour. Og síðan hafa kynslóðirnar leitað til Kantaraborgar ýmissa erinda og sett marg- Vislegan svip sinn á borgina. Árið 1550 var til dæmis grimmi- leg ofsókn rekin í Frakklandi á hendur mótmælendum, Hugen- oftmn. Þá flúði fjöldi franskra silkivefara til Kantaraborgar og settist þar að. Þeir byggðu sér falleg hús meðfram ánni, lítil hús Sem snéru háum göflum út að fljótinu, settu upp vefstóla sína °g komu þarna upp blómlegum iðnaði, sem öldum saman var tekjulind borgarinnar. Gömlu vefarahúsin standa enn og eru pivði Kantaraborgar, og nú hefir hinn forni iðnaður verið end- mvakinn þar í nýrri mynd. Margt hefir verið ritað um Kantaraborg, helgisagnir, ljóð og munnmæli. Eitt ágætasta skákl kvað um Kantaraborg eitt fræg- asta skáldverk enskra bókmennta. Það var Geoffrey Chauser. 'æðin hans heita Canterbury Tales, og þar dregur hann upp 1 andi myndir af pílagrímunum, sem streymdu þúsundum sam- an ^ borgarinnar, og öllum þeim iðnaði og margbreytilega lífi, sem þá fyllti hina helgu borg. Þau voru kveðin á 14. öld þessi jóð, sem nú eru lykillinn að miðaldaensku. Þá var Kantara- 0rg umkringd háum múrum með átta borgarhliðum. Eitt þess- ara hliða stendur enn með sínum fornu ummerkjum, Westgate,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.