Kirkjuritið - 01.01.1957, Qupperneq 41

Kirkjuritið - 01.01.1957, Qupperneq 41
í KAXTARABORG 35 m®tti nefna ótal dæmi. Dómkirkjan í Kantaraborg er ekki að- eins merkilegt guðshús. Hún er lifandi miðdepill ensku kirkj- nnnar. Vingjarnlegur og elskulegur roskinn prestur fylgdi okkur um kirkjuna, skvrði fvrir okkur og sagði frá. Það vildi svo til, að ég ^ar Skálholtshátíðarmerkið í jakkahorni þennan dag. Þegar við vorum að kveðja hann fyrir kirkjudyrum, tók hann að spyrja mig um merkið. Ég sagði honum, að hér væri mvnd þeirrar ^irkju, er verið hefði íslenzkri kristni móðurkirkja, eins og dóm- ^irkjan í Kantaraborg kirkju hans, og skýrði fyrir honum ár- ^ölin á merkinu, sagði honum frá stofnun biskupsstólsins, Skál- holtshátíðinni, sem þá var nýlega afstaðin, og svo framvegis. ^af honum að því loknu merkið. Þegar ég hafði lokið máli mínu, stóð hann hugsi og horfði á myndina af dómkirkju Brynjólfs. Svo sagði hann í lágum hljóðum: Canterbury — Skálholt — two pillars of Cristianity — wonderful! Kantaraborg — Skálholt — V'ær stoðir kristindómsins — dásamlegt! Honum gat ekki hugs- ast> þarna sem hann stóð á þrepum síns fornhelga musteris, að við hefðum lagt Skálholt í örtröð. Og ég gat ekki fengið mig tíl að útskýra það nánar fyrir honum. Kannske hefi ég aldrei undið sárara eymd okkar og ræktarleysi en einmitt þama, rarnmi fyrir dómkirkjunni í Kantaraborg. i Kantaraborg er líka gömul sóknarkirkja, sem ég vildi minn- ast með nokkrum orðum. Það er kirkja heilags Dunstans. Hún er 1 sjalfu sér ekki merkilegri en fjölmargar aðrar sóknarkirkjur i Englandi, að öðru en því, að hún geymir fjölmargar minjar jölsk\'ldu einnar, sem bar ættarnafnið Roper. Og einmitt þess Vegna vill svo til, að í Dunstanskirkju í Kantaraborg er varð- veitt sem helgur dómur höfuðkúpa Thomasar More, eins mesta ga umanns og snillings, er enska þjóðin hefir alið, auk þess sem ann var ^ið mesta göfugmenni, og löngu tekinn í helgra manna jÓ u af kaþólsku kirkjunni. En svo stendur á því, að höfuðkúpa lans er varðveitt þama í sóknarkirkju Ropersættarinnar, að largaret elzta dóttir Thomasar More (f. 1505 d. 1544), sem var eni hálærðasta og göfugasta kona sinnar tíðar, giftist Wil- am Roper, sem frægastur hefir orðið fyrir hina gagnmerku

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.