Kirkjuritið - 01.01.1957, Page 44

Kirkjuritið - 01.01.1957, Page 44
Bœnir, scm börnin lccra utanað Það hefir án efa verið forn venja, og að minnsta kosti var það svo um og framyfir síðustu aldamót, að öllum bömum undantekningarlítið vora kenndar bænir, vers og heilræðavísur, strax og þau fengu þann þroska, að geta eitthvað gert. I mínum huga liafa geymzt um áratugina minningar um eina bænar- stund, og allsendis eina, frá minni barnæsku. Mér finnst, ég muni hafa verið um það bil finim til sex ára. Var nýkominn á fætur og gekk út á bæjarhlaðið heima. Það var blíðasta og bezta veður, svo að ekki blakti hár á höfði. Það var um vor. Þegar út kom, sá ég að pabbi minn var þar ná- lægur. Eg hljóp til hans og mynntist við hann, eins og vani minn var. Pabbi segir: En ertu nú búinn að lesa bæniina þían? En svo var þá ekki. Vék ég mér þá lítið eitt afsiðis, tók ofan og las stillt og í hálfum hljóðum: Nú er ég klæddur og kominn á ról. Kristur Jesú veri mitt skjól. í Guðsóttanum gef þú mér að ganga í dag, svo líki þér. Eftir að ég hafði lokið lestrinum, var ég enn ofurlítið kyrrlátur og hugs- aði efni erindisins. En svo var tekið á rás til að sinna verkefnum dagsins, sem einungis voru leikar og gaman. En þá ná minningamar ekki lengra. Til þessarar stundar liugsa ég sem ofurlitið hátíðlegs augnabliks. En tímarnir breytast. Það liðu ár og það komu aðrir timar. Heimilin voru leyst undan þeim vanda, að annast fræðslu bamanna. Eftir nýjum lögum var uppfræðslan falin menntuðum og lærðum mönnum, og það risu upp barnaskólar. Kristindómsfræðslan, sem áður hafði að mestu hvílt á heimilunum undir eftirliti og með aðstoð prestanna, var nú falin kennuran- um, sem þar með höfðu þá alla fræðslu barnanna. Foreldramir, sem ætíð höfðu fundið til vankunnáttu og fáfræði við kennsluna, undu nú vel við og töldu betur fyrir öllu séð en áður. Sú spá manna og von hefir þó að nokkru brugðizt, hvað trú og bænrækni snertir. Og það er sennilega nokk- uð að kenna fjarlægum og utanaðkomandi áhrifum, einkum þegar fram á öldina leið. Bömum voru að vísu kenndir sálmar í skólunum, en bamabænimar

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.