Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 48
42 KIRK JURITIÐ betur um „gátuna miklu.“ Vitnisburður Lenins þama í bókinni er heldur hvorki hófsamlegur né skynsamlegur. Tökum t. d. aðra eins fullyrðingu og þessa: „Trúarbrögðin eru eins konar andlegt áfengiseitur, sem þrælar auð- valdsins drekkja í mannlegri reisn sinni og kröfum til nokkum veginn mann- sæmandi lífs.“ Þetta er ljót klessa á hvítum pappírnum. Eftir slíkan lestur finnst manni raunar enn eftirtektarverðara, að höf. skuli samt enda bók s:na með því að vitna til orða Krists, sem hann kallar þar meistarann, þessara: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.“ En ef til vill er það forspá þess, að Galileinn eigi enn einn sigurinn í vændum. Hvaðan kemur höf. líka vald til að telja ekki einu sinni umræðuvert, hvort til sé opinberun eða ekki? Opinbemn stangast ekkert á við efnis- hyggjuna eins og höf. túlkar hana. Þessi kafli er ritaður af næstum bams- legri blindni og að því er virðist afar takmarkaðri þekkingu. Freistandi væri að minnast á fleiri agnúa. Það vantar skýringar á sum- um hugtökum. M. a. hvaða raunveruleg meining felst í slagorðinu um „alxæði öreiganna.“ Og það sýnast sannarlega hæpin trúarbrögð að trúa á tilkomu stéttlauss þjóðfélags, sem komið er á og stjómað af „stéttvísum verkamönnum“. En slíkt kemur manni í hug við lestur ummæla Lenins á bls. 130. Ranglega er og visað til erindisins á bls. 110—111, sem heimspeki og trúarjátningar Jónasar Hallgrímssonar. Hér ræðir um þýðingu eða stæl- ingu á kvæði eftir trúleysingjann Feuerbach, og óyggjandi rök em fyrir því, að skoðanir Jónasar sjálfs voru þveröfugar við lians. Þannig mætti margt telja og þyrfti langt mál til að gera bókinni full skil. En þrátt fyrir gallana er samt þetta rit Brynjólfs Bjarnasonar vel þess vert, að allir prestar og aðrir, sem mikið hugsa um þessi mál, lesi það bæði sér til fróðleiks og til íhugunar m. a. um afstöðu sumra þeirra, sem nú á tímum telja trúarbrögðin lítils nýt, jafnvel skaðleg. G. A. Brijnjólfur Magnússon prestur í Grindavík: Guðstraust og mannúð Útg.: Prentsmiðjan Leiítur. Séra Brynjólfur (f. 1881 — d. 1947) bar það með sér, að honum var ekki fysjað saman. Samanrekinn með sterkum róm. Vakti traust við fvrstu sýn. Uppalinn á Snæfellsnesi, en prestur Grindvíkinga á fjórða áratug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.