Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 49

Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 49
BÆKUR 45 Var í hinum gamla stíl. Gildur í stólnum og ráðamaður á stéttunum. And- legur og veraldlegur höfðingi í kalli sínu. Prédikanasafnið ber glöggan svip hans, en er jafnframt ljós vottur um þá virðingu og ástsæld, sem hann naut. Guðmundur R. Ólafsson kennari hefir valið það og kostað kapps Um að gera það sem bezt úr garði. Honum mun það mest að þakka, að þ' í var hleypt af stokkunum. Allar prédikanir, og einkum góðar prédikanir, eru meira og minna tíma- bundnar og jafnan misfallnar til lesturs. Yfirleitt mun réttast að birta heldur Ur þeinr ákveðna kafla en þær allar í heild. Þessar eru þó mörgum betur bl þess fallnar. Þær eru stuttar, ljósar og stefna beint að marki. Lausar við trúfræðilegar og heimspekilegar vangaveltur, en flytja ákveðinn boðskap urn gildi trúarinnar. Og leitast við að ráða fram úr ákveðnum vandamálum. Hfeiti þeirra er vel valið. Þær anda frá sér guðstrausti og mannúð. Hófstilling °g skynsemi auðkennir efnismeðferðina. Málið er gott, flúrlaust en hreint. Að mínurn dómi er sá ókostur helztur á valinu, að nokkrar ræðurnar fjalla um næsta likt efni. Teldi, að taka hefði átti fleiri tækisfærisræður, því að þau sýnishorn eru hvað fegurst og eftirminnilegust. Og í slíkum ræðum frdst oft mikill fróðleikur og margs konar þjóðlífsmvndir. í beild sinni er bókin fagur minnisvarði og þörf varða við veginn. Von- andi, að sem flestir lesi hana. G. Á. ^aldinxar V. Snsevarr: Tómstundir Bókaíorlag Odds Björnssonar 1956. Valdimar V. Snævarr f. skólastjóri er einhver mesti áhugamaður þjóð- armnar um kristilegt uppeldi æskulýðsins. Meðan hann var kennari og s ólastjóri á Húsavík og i Neskaupstað í Norðfirði, lagði hann þar höfuð- , erz u a kristindómsfræðslu bama og vann ómetanlegt starf á því sviði aratugum saman. ^ Síðan hann lét af skólastjórn og settist að á Völlum í Svarfaðardal, hefir ^ann haldið áfram sama starfi, þótt með nokkuð öðmm hætti sé. Hann lr samið hverja bókina af annari: Líf og játning, kver handa ferming- omum. Guð leiði þig, fyrir yngri böm. Og nú Tómstundir, sögur, leik- °g Ijóð, ætluð börnum og unglingum. T ómstundir eru prýðilega samin bók við barna hæfi. Hugsanir allar eink-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.