Kirkjuritið - 01.10.1957, Síða 6

Kirkjuritið - 01.10.1957, Síða 6
áKALL í Guði fagnar lijarta mitt og hold á helgum stað. Þú, Faðir lífs, gafst Ijós þitt vorri fold. Oss lýsti það. Því reisti öld vor ung þinn helgidóm hér yzt á storð og heyrði sæl við söng og klukknahljóm þitt sannleiksorð. Hér líknarmilda Ijósið skein á lífsins brigð og sár, á hniginn blóma, hel og kvein og harmsins þungu tár. Það skein um heiðan heilladag, er hlógu sól og vor, á bundin heit við brúðkaupslag og blómum gróin spor, á móðurdraum og mannsins önn um milda, víða jörð. Við tryggð og nægð er sælan sönn. Ó, syngjum þakkargjörð! Oss leið sem fyrr um farna braut, vor Faðir trúr, við líf og hel um hulda slóð. Gef dáð í trú, gef dug í þraut, gef dyggð og sæmd og bróður þel með byggð og þjóð.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.