Kirkjuritið - 01.10.1957, Side 16

Kirkjuritið - 01.10.1957, Side 16
PTjSTWR v_________) Þöiínumst véi síðui Guðs á sumiin? Óvenjulega margar kirkjur hafa verið vígðar á þessu sumri hérlendis. Það og fleira ber gleðilegan vott þeirrar almennu trúhneigðar, sem leynist í brjóstum manna yfirleitt, og þess skilnings, að kristindómurinn muni lifa í landinu, enda beri nauðsyn til þess. Hinu er ekki unnt að loka augunum fyrir, að almennri kirkju- sókn virðist hraka hérlendis með hverju sumri, bæði í bæjun- um og strjálbýlinu. í því sambandi flýgur manni ósjálfrátt í hug sagan af Molbúanum, sem taldi engan vanda að komast af án sólarinnar, ef tunglið héldist. Það væri hvort sem er alltaf nógu bjart á daginn. Áður fyrri átti fólk miklu hægara með að fara til kirkju á sumrin en veturna, bæði sakir færðar og veðurfars. Þá voru líka ýmsar sumarmessurnar fjölsóttastar, enda gerðu margir sér til gamans að sækja kirkjur í öðrum sveitum, bæði sakir ferða- lagsins og til nýbreytni. Margt gamalt fólk á ljúfar minningar um þessar kirkjuferðir. En í þá daga var slátturinn aftur á hinn bóginn mesti og erfiðasti annatíminn og spillti það stundum fyrir kirkjusókn. Nú er þetta breytt sem annað. Nú er það undantekning, að minnsta kosti í þéttbýlinu, að veður eða færi hindri menn að sækja kirkju á hvaða tíma árs sem er, ef þeir girnast það. Og flestir eiga hvað heimangengast til þess, sem annars, að sumr- inu. Mér virðist einkum eitt vera komið til, sem mest spilb kirkjusókn á sumrin. Sú skoðun einkum yngra fólksins, að helgunum sé þá í raun og veru glatað, ef ekki sé unnt að

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.