Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1957, Qupperneq 18

Kirkjuritið - 01.10.1957, Qupperneq 18
352 KIRKJURITIÐ Hveis konai skepna ei maðuiinn? Þcssari spumingu skýtur óhjákvæmilega oft upp í huganum síðustu áratugina. Eftir grimmustu og geigvænlegustu styrjöld veraldarsögunnar dvnja daglega á eyrum hryllilegar frásagnir um fangabúðir, pyndingar, „hreinsanir," kynþáttaofsóknir, alls konar ófrelsi og kúgun. Að ógleymdum uppreisnum, sem bæld- ar hafa verið niður með ægilegum blóðfórum. Jafnhliða og þó enn oftar er með síauknum þunga skýrt frá því, hvað hernaðar tækninni fleygi fram, — já, nú er hægt að skjóta eldflaugum með atómsprengjum milli heimsálfa. Hvílíkar gleði- og sigurfréttir! Gereyðingar-stríð virðist vera að verða vel undirbúið. Hvað get- ur manni brugðið við, þegar svona er komið? Ég get samt ekki varizt þess að geta hér viðburðar, sem ég las nýlega samtímis um í frönsku tímariti og amerísku trú- málablaði. Hann hleypti í mig hrolli. Hann er raunar að vissu Ieyti sérstæður, en samt svört heimsmynd. Suður í Astralíu hefir nokkur flokkur frumbyggja landsins — fáeinar þúsundir — lifað að mestu óáreittur, enda í hrjótr- ugum eyðilöndum að kalla. Þetta eru veiðimenn, sem ekki eign fasta bústaði en leita fangs um víða vegu. Hinir livítu menn hafa fyrir löngu slegið liendi sinni á hin frjósamari og gagn- legri héruð, en hafa látið þessum upphaflegu „eigendum“ lands- ins þessar sköfur eftir, enda eftir litlu að slægjast. Fólk þetta, stendur á fremur lágu menningarstigi að kallað er, hefir lifað óbreyttu og raunar friðsömu lífi náttúrubarnanna í einlægn' og samheldni. Ekki tekið neitt frá neinum, og látið þá óáreitta, sem ekki hafa á það leitað. En nú er komið nýtt til sögunnar. Stjórnarvöld landsins hafa uppgötvað, að landssvæði þessa „villi“ fólks sé afar hentugt sem tilraunasvæði fyrir nýtízku sprengjur. Mönnum dettur auðvitað ekki í hug að prófa þær á fólkinu, enda þarf þess ekki með. Hins vegar er ættflokknum fyrirskipað í nafni stjórnarvaldsins og máttar ráðamanna að flytja sig á önnur tiltekin landsvæði. Þetta

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.