Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1957, Qupperneq 20

Kirkjuritið - 01.10.1957, Qupperneq 20
354 KIRKJURITIÐ Kirkjan og leikmanna- starísemin. Þess gætir nokkuð, einkum í höfuðstaðnum, að vissir sértrú- arflokkar færast í aukana. Jafnframt er ýmiss konar leikmanna- starfsemi haldið uppi, að vísu innan þjóðkirkjunnar en samt hvorki í nafni hennar, né í rauninni með stuðningi hennar. Hér verður enginn dómur lagður á þá flokka, sem hér eiga hlut að máli. Þess eins má geta, að það er hvorki meiri kristin- dómsþekking, né traustari guðfræði en kirkjunnar, sem veldur vexti þeirra og viðgangi. Þrennt mun einkum koma til: Oft sérstæð trúarreynsla ákveð- inna forvígismanna. Stundum nokkuð fjölbreytilegar starfsað- ferðir. En einkum almennari starfsemi almennra meðlima. Skiln- ingur á þessu ætti að vera oss kirkjunnar mönnum hvatning til að flýta framkvæmd þeirra mála, sem oft og lengi hafa verið rædd á kirkjulegum fundum, að auka leikmannastarfsemina inn- an þjóðkirkjusafnaðanna. Mönnum virðist koma saman um, að til þess þurfi m. a. að breyta messuforminu að einhverju leyti, en einkum að leita liðsinnis ungra og eldri til eflingar æsku- lýðsstarfsemi, almennari þátttöku í safnaðarsöngnum og ýmis konar starfs í þágu kirkjuhúsanna og margs konar kristilegra menningarmála. Þess sjást merki, að þetta kemur, en samt áreiðanlega full ástæða til að herða svo róðurinn, að einhverjum miðum verði náð sem allra fyrst. Innri samtök. Blöð og útvarp skýrðu frá vinnuflokki Alkirkjuráðsins, sem starfaði að kirkjubyggingu í Langholtssókn í sumar. Þessi ný- breytni kom vafalaust að miklu gagni og leiddi til margs góðs. Ég og fleiri nutum m. a. ánægjulegrar og vekjandi samveru- stundar í hópi þessa æskufólks eitt kvöldið. En þá voru að

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.