Kirkjuritið - 01.10.1957, Page 22

Kirkjuritið - 01.10.1957, Page 22
356 KIRK JURITIÐ af því. í öðru lagi hlýtur maður að álykta af þessum auglýs- ingum, að yfirleitt séu fluttar inn lélegar og Ijótar myndir. En hvers vegna á að líða það? Við íslendingar erum með réttu alltaf brýndir á því, að oss beri að vanda þá vöru, mat- væli og annað, sem vér sendum til útlanda. Skipaðir eru mats- menn, sem fylgjast með því að hér sé ekki út af brugðið, svo það verði ekki innlendum til ósóma og erlendum til tjóns. Hví er ekki jafn strangt mat á því, sem inn er flutt, þar á meðal á kvik- myndunum? Ekki ætti okkur að vera hollt né skylt að drekka í okkur erlent eitur, né nein þörf á að sækjast eftir útlendum ómat, hvort hann er í kvikmynd eða öðrum búningi. Þess virðist mega vænta, að eitthvað verði gert til úrbóta, því flestir munu sammála um, að þetta sé í slæmu standi. Draumvísur. Að gefnu tilefni birti ég vísur þær, sem sögnin segir, að frú Hólmfríði Jónsdóttur frá Mælifelli dreymdi, að Jón skáld Árna- son frá Víðimýri kvæði við hana, skömmu eftir að hann drukkn- aði. En frú Jónína Hannesdóttir á Auðólfsstöðum hermdi þær svo: Margan galla bar og brest, bágt er varla að sanna. Drottinn alla dæmir bezt, dómar falla manna. Ómastrengir hrukku hér, hljóma lengi er náðu, drómaþrenging sál ei sér, sómi fenginn nógur er. Gunnar Árnason.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.