Kirkjuritið - 01.10.1957, Qupperneq 25
359
KIRKJUFÉLAGIÐ í VESTURHEÍMÍ
enginn þessara fimm af íslenzku
œttum, en dugmiklir eru þeir og
vinna nrikið og bera hag Kirkju-
félagsins mjög fyrir brjósti. Ekki
er nafnið, með sínum íslenzka
keim, neinn þymir í augum, held-
ur eru þeim vel ljós þau tengsl,
sem eru á mili fólksins af ísíenzk-
um ættum beggja megin hafsins,
svo og þau órofa tengsl, sem eru
milli hinnar íslenzku þjóðkirkju og
Kirkjufélagsins. Auk hinna fimm
presta bættist Kirkjufélaginu góð-
ur liðsauki þar sem frú Laufey
Olson er. Mun hún starfa á veg-
um Kirkjufélagsins og sjá um
barnafræðslu og ungmennastarf.
Hefir hún verið í sérstökum skóla
bl að búa sig undir þetta starf og
útskrifaðist þaðan í vor.
Þá tóku fjármáhn skiljanlega
töluverðan tíma. Endanleg fjárhagsáætlun fyrir árið 1957 er $27.4000.00.
Hvort okkur tekst að ná þessu marki, er annað mál en með sameinuðu
átaki ætti það að vera unnt.
A kvöldin Ihöfðum við samkomur, sem allar voru frábærlega vel sóttar
°g undirtektir ágætar. Vom það bæði lieimamenn og gestir, sem þar létu
til sín lieyra. íslenzk samkoma var íhaldin kvöldið áður en þingið hófst.
bar sýndi séra Valdimar myndir, sem hann tók á Skálholtshatíðinni og
víðar heima. Einnig tö’luðu þeir prófessorarnir Ricliard Beck og Haraldur
Bessason, en samkomustjóri var sóknarpresturinn. Samskot vom tekin a öll-
um kvöldsamkomunum, og samtals vom þau 500 dollarar.
Legar litið er á síðasta dag þingsins og stjórnarkosninguna, mætti lielzt
buast við, að um stjórnarbyltingu hefði verið að ræða, svo er þo ekki.
Akvæði í stjórnarskiá Kirkjufélagsins kveða svo á, að ekki megi neinn mað-
ur lengur gegna forsetastörfum í einu en fimm ár. Séra Valdimar J. Ey-
'lands var því útilokaður frá forsetaembættinu nú. í hans stað var einroma
kosinn séra Eric H. Sigmar, sem mörgum heima er að góðu kunnur, síð-
an hann dvaldi lieima við nám í Háskólanum. Séra Valdimar var kjörinn
varaforseti. Ritari var kjörinn séra Ólafur Skúlason, Mountain, og gjaldkeri
Séra Eric Sigmar og
séra Ólafur Skúlason.