Kirkjuritið - 01.10.1957, Side 26

Kirkjuritið - 01.10.1957, Side 26
360 KIRKJURITIÐ Oscar Bjorklund, Winnipeg, er hann af sænskum ættum. Var innsetning hins nýja forseta mjög hátíðleg. Fluttu bæði hann og hinn nýkjömi rit- ari ávörp, en séra Valdimar Eylands stjómaði athöfninni. Fóru gestir heim mjög ánægðir með þingið og aðbúnað allan. Á þingi þessu var tveimur prestum Kirkjufélagsins sérstakfega þakkað mikið starf. Vom það þeir séra Sigurður Olafsson, sem verið hefir prestur í Selkirk, Manitoba, síðustu árin, og séra Haraldur Sigmar eldri, sem seinast hefir verið í Blaine, V'ashington. Eru þeir nú báðir að láta af störfum sökum aldurs. Rætt var á þinginu um væntanlega komu þina hingað til þessarar álfu, og var látin í ljósi sú von, að hægt væri að láta sem flesta ná fundi þínum og heyra mál þitt. Við þökkum af alhug kveðjur þínar og góðvilja. Biðjum almáttugan Guð að blessa þig og þína og íslenzku kirkjuna. Megi böndin aldrei slitna, held- ur styrkjast og eflast. Kærar kveðjur, Ólafur Skúlason. Svefninn. Þinn faðmur er breiður, svo blíður og hreinn, að hvert blóm vorrar jarðar þér lýtur, og milljónir manna sem einstakling einn þú umvefur, róar. Því h'lýtur hvert aldanna barn, og hvert einasta iíf þér ástkærar þakkir að færa. Nú er mér það Ijóst, að þitt afl, og þín hlíf er frá almættis föðumum kæra. Björgvin Filippusson frá Hellum. Margt gott mundi hverfa úr sögunni, ef Guð ieyfði ekki að neitt illt \-æri til. — Tómas frá Akvínum. I brjóstum vorum bærist ekki aðeins dýrsleg löngun, lieldur sú þrá, sem vér eigum sameiginlega með englunum. — Tómas frá Akvínum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.