Kirkjuritið - 01.10.1957, Side 29

Kirkjuritið - 01.10.1957, Side 29
SYNGJUM OKKUR SAMAN 363 En það þarf „söngsins englamál“, eins og Steingrímur Thor- steinsson orðaði það, til þess að við finnum það og skiljum. Þess vegna, góðir félagar, lít ég á hverja söngæfingu okkar, hvar sem er, sem tækifæri til mannþroska og mannbóta, og tækifæri til þess að inna af höndum menningarlega þjónustu. Þess vegna skulum við mæta eftir föngum og halda áfram, og þreytast ekki. Og mæta með þeim hug að gera vel — gera alltaf eins og vel og við getum. „Hugarfarið er önnur rödd söngv- arans,“ sagði Caruso. Hugarfarið setur þann blæ á söng ykkar, sem nægir til þess, að hann nær tilgangi sínum. Auðmýkt, inni- leiki, lotning, þakklæti, fögnuður, sigurhrós, kjarkur, góðvild, von — allt þetta þarf kirkjukór að tjá í söng sínum, og gerir, ef hann er starfi sínu vaxinn. Ekki aðeins alfullkomnir kórar í stórum borgum. Við getum þetta líka hér, þó að sönglegri full- komnun okkar sé ábótavant. Við getum það með því að mæta til hverrar æfingar, með vilja til að gera okkar bezta, hugarfari, sem er auðmjúkt, sveigj- anlegt og fúst til að taka leiðsögn. Hugarfar okkar flestra er auðugra en geta okkar og kunnátta. En nú vill svo vel til, að einmitt í söng getur hugarfarið ráðið meiru um svip og inni- hald þess, sem við berum fram, en í nokkurri annarri list eða íþrótt. Hugarástandið litar röddina, eflir hana eða dregur úr lienni, fegrar hana eða lýtir. Tilfinning okkar og innileiki er það, sem setur litinn á söng okkar. Þess vegna er það, að iðkun songs nieð góðum hug, skapar alltaf lífrænan, uppbvggjandi song 0g gerir um leið hvern syngjandi einstakling færari um að ná lengra í íþróttinni. Og gefur hverjum, er á hlýðir, eitt- hvað af boðskap söngsins. fegurð hans og lífi. — En mér er það alveg augljóst mál, að við náum ekki takmarkinu um al- wenna söngmenningu, sem setji sinn sérstaka siðfágunarbrag á þjóðina, nema við náum til æskunnar með sönginn. Hann þarf að verða eitt af meginverkefnum skólanna í miklu ríkari mæli en nu er. A vegum söngs og söngkennslu er auðveldast að kenna barninu ættjarðarljóð og sálma, koma því í snertingu við dýrustu perlurnar í orðlist og hugsun þjóðarinnar og inn- ræta því varanlega tilfinningu fyrir fegurð og göfgi þessara

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.