Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 31
SYNGJUM OKKUR SAMAN 365 leggja í musteri fullkomnari framtíðar. Og það verður okkur tækifæri til þess að verða betri verkamenn í samfélagi voru, og allri þegnlegri skyldu, sem á oss er lögð. Kæru kórfélagar og aðrir samkoinugestir. Ég sagði áðan: Söngröddin er náðargáfa, og nú í lok máls míns vil ég bæta þessu við: Söngurinn er náðargjöf. Syngjum okkur saman, syngj- um okkur sterk, syngjum okkur hugrökk og glöð, til þess að geta verið hvert öðru vel, og dugað þjóð vorri og fósturjörð í öllu, sem er sómasamlegt, lofsvert og fagurt. Ég þakka ykkur öllum — og segi þessu söngmóti slitið. Mætumst aftur heil á næsta liausti í tíu ára afmælishófi Kirkjukórasambands Rangár- valla prófastsdæmis. Þjónnsian (Gyðingleg helgisögn) Rabbí Gamalíel, hinn viðfrægi kennari Páls postula, bauð þeim rabbí- unum Elieser, Jósúa og Zadig til brúðkaups sonar sins. Þótt Gamalíel væri þá einhver kunnasti og valdamesti maður þjóðar sinnar, gekk hann sjálfur uni beina meðal gesta sinna. Hann renndi víni í bikar og rétti Elíeser, sem færðist undan að taka við honum. Þá bar Gamalíel Jósúa bikarinn, sem þáði hann með þökkum. „Hvernig getur það átt sér stað, vinur Jósúa, að við sitjum veizlu þessa og látum svona mikinn mann þjóna okkur til borðs?“ spirrði Elieser. „Hví ekki það?“ svaraði Jósúa. „Gerði ekki enn meiri mað- Ur slíkt löngu á undan honum? Var ekki sjálfur Abraham, forfaðir vor, miki'U maður? Samt gekk hann gestum sínum fyrir beina, eins og skrifað stendur: Og hann stóð farmmi fyrir þeim undir trénu, á meðan þeir möt- uðust. Þú heldur nú ef til vill, að hann hafi gert þetta sakir þess, að þeir voru englar, en svo var ekki. Hann hélt þá arabiska ferðamenn, því að ekki hefði hann að öðrum kosti fengið þeim vatn til að þvo fætur sína, ué borið þeim mat til að seðja hungur sitt. Hví skvldum vér þá varna vorum kæra vini að fylgja svo fögru fordæmi?“ Þá kallaði rahbí Zadig upp °S sagði: „Ég þekki þann, sem meiri er en Abraham, og fer þó að á sama bútt. Hve lengi eigum vér að lofa og upphefja liinar sköpuðu verur en láta undir höfuð leggjast að boða dýrð skaparans? Lofað sé nafn Hans, sem lrntur stormana blása, skýin þéttast og regnið falla. Hann veldur frjósemi jarðar, og reiðir verurn þeim, er hann hefir vakið til lífsins, gnægtaborð á hverjum degi. Hví skyldum vér þá hindra vin vorn Gamalíel í að fylgja svo dýrðlegu fordæmi?“

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.