Kirkjuritið - 01.10.1957, Side 33

Kirkjuritið - 01.10.1957, Side 33
FRUMVABP 367 5. gr. Höfuðbiskup vígir biskupa. Geti liann ekki framkvæmt vígsluna, vígir sá liinna biskupanna, sem liærri er að embættisaldri í biskupsembætti. Nú hafa báðir sama embættisaldur, og vígir þá Skálholtsbiskup, er hann má því við koma, ella Hólabiskup. Víkja má frá þessum reglum, ef oskað er og sá samþykkir, er vígslan ber undir. 6. gr. Biskupar vígja presta og kirkjur, skipa prófasta í biskupsdæmum sín- um og fara með öll biskupsvöld eftir þeim lögum, reglugerðum og erind- isbréfum, sem þar um gilda, sbr. þó 4. og 5. gr. 7. gr. Biskupar halda árlega prestastefnu, hver i sínu biskupsdæmi. Halda skal og svo oft sem Höfuðbiskup ákveður í samráði við hina biskupana sameiginlega prestastefnu allrar þjóðkirkjunnar. Boðar Höfuðbiskup til hennar og stjómar henni. 8. gr. Biskupar vísitéra biskupsdæmi sín svo oft sem þeim þykir henta og þó eigi sjaldnar en svo, að þeir fari um biskupsdæmið allt á 7 árum,. nema gild forfölf banni. 9. gr. Hólabiskup hefir fyrst um sinn aðsetur á Akureyri, en liafa skal hann aðstöðu til þess að dvelja á Hólum, þegar honum þykir henta, enda er dónikirkja biskupsdæmisins þar. Þar fara fram vígslur biskupa og presta Hólabiskupsdæmis, nema forföU banni; þar skal og Ihalda prestastefnur °g aðrar kirkjulegar samkomur biskupsdæmisins, eftir því sem biskup ákveður. Biskupar í Skálholti og á Hólum skulu eiga rétt til nokkurra jarðaaf- nota eftir ákvæðum kirkjumálaráðherra. 10. gr. iskupar taka laun samkvæmt launalögum. Kostnaður við visitazíu- ferðir og vígslur greiðist úr ríkissjóði eftir reikningi, sem kirkjumálaráð- erra úrskurðar. Þá skal og ákveða þeim hæfilegt fé til embættiskostnaðar, skrifstofu og risnu. BiskupaT eiga rétt á embættisbústöðum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.