Kirkjuritið - 01.10.1957, Síða 36

Kirkjuritið - 01.10.1957, Síða 36
370 KIBKJURITIÐ staðar. Allir tímar og ekki sízt vorir krefjast fyxst af öllu þrotlauss starfs af yfirmönnuni kirkjunnar. Þingsályktuninni, þannig skilinni, verður því ekki fullnægt með öðru en því að stofna annað biskupsdæmi í Skálholti og leggja til þess ein- hvem ákveðinn liluta landsins til yfirsóknar, eftir því sem hentugt þætti. En ef þetta er gert og tveir biskupar em komnir í hinu foma Skál- holtsbiskupsdæmi, yrði á engan hátt með nokkurri sanngirni staðið gegn eðlilegri kröfu Norðlendinga um endurreisn Hólabiskupsdæmis, sem lagt var niður ásamt skóla þar um aldamótin 1800. Mun flestum þykja ein- sætt, að ef tveir em biskupar á landinu, þá sé annar syðra og hinn nyrðra, bæði sakir sögulegra minninga og nútímans þarfa. Eykst þá krafan um endurreisn Hólastóls enn, en minnkar ekki við það, að tveir væm biskupar syðra. Nefndinni er ekki kunnugt um það, hvað ríkisstjómin hefir gert til undirbúnings endurreisnar biskupsstóls í Skálholti. En nefndin hefir með hliðsjón af þingsályktuninni hallazt að þeirri skoðun, að endurreisa beri hina fomu biskupsstóla báða og láta þá niður falla vígslubiskupa, en halda jafnframt biskupi í Reykjavík. Hún er á þeirri skoðun, að mikil bót væri að því, að minnsta kosti fyrst um sinn, að biskupar væm tveir, og sætu þeir í Reykjavík og á Akureyri að jafnaði, en hefðu bækistöðvar nokkrar við dómkirkjumar á hinum fornu biskupssetrum, likt og hér er lagt til um Hólabiskup. En hitt er henni engu síður Ijóst, að nægilegt starf er hér fyrir þrjá duglega biskupa, þar sem einn, er væri höfuðbisk- up, hefði stjóm fjölmennasta biskupsdæmisins og nokkurs konar yfir- stjóm sameiginlegra mála allrar þjóðkirkjunnar, en hinir tveir hefðu með höndum störfin úti um hið víðáttumikla land til eftirlits og örvunar. Enn má á það benda, að hin margháttaða samvinna kirknanna, bæði á Norðurlöndum og um heim allan, leggur vemlegt starf á biskupana. Fara þau störf sívaxandi eins og önnur samskipti þjóða milli. Eftir er þá að setja reglur um embættislega aðstöðu hinna þriggja biskupa. Verður þar í upphafi að gera upp á milli tveggja stefna vegna þess, að það hefir úrslitaáhrif á allt fmmvarpið, hvor þeirra stefna er valin. Onnur stefnan er sú að gera litla breytingu, halda biskupsembætti landsins mikils til óbreyttu, en gera vígslubiskupana að föstum embættis- mönnum, með ákveðinni búsetu og töluverðum embættisstörfum undir yfirstjóm biskups. Hin stefnan er sú að hafa hér þrjá biskupa raunverulega, þar sem hver

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.