Kirkjuritið - 01.10.1957, Page 48

Kirkjuritið - 01.10.1957, Page 48
■382 KIRK JURITIÐ fvrir óglevmanlega kvöldshind , kirkjunni okkar. Og það mun sannast, að kirkjan liefir með hinu nýja orgeli ekki aðeins eignazt góðan grip, heldur hefir plássið eignazt þarna mikið menningartæki, sem mun verða einn sterkasti þátturinn til að halda uppi öllu tónlistarlifi og söngstarfsemi í kauptúninu. Við höfum enga hljómsveit, en við höfum gott orgel, sein hægt er að túlka á flestar tegundir klassískrar tónlistar. Ég bið alla forráða- menn kirkna, einkum í kauptúnum landsins, að hafa þetta í huga, er þeii velja ný orgel í kirkjurnar. Með þessu móti getur kirkjan, eins og liún gerði fyrr á öldum, unnið ómetanlegt gagn fyrir tónmenningu hvers lands og um leið dregið meira til sín athvgli og áhuga almennings en nú er. Steingrímtir Sigfússon. Stórhöfðingleg gjöf. Eins og dagblöðin hafa skýrt frá, hafa tveir danskir Islandsvinir, stórkaupmennimir Edvard Storr og Louis F. Foglit, heitið að gefa glermálverk í alla glugga Skálholtskirkju. Islenzkir lista- menn gera frumdrættina. Kirkjubyggingunni miðar nú vel áfram. Bygging Háteigskirkju \ar hafin 7. f. m. Hún verður reist í nánd við Sjómannaskólann, skammt frá kirkju Oháða safnaðarins, sem stöðugt miðar áleiðis. Bygging Heydalakirkju var hafin fvrst í sept. sl. Mun hún verða kennd við sálmaskáldið séra Einar Sigurðsson. Kirkjan átti aldarafmæli í fyrra, og var þá stofnaður bvggingarsjóður nýrrar kirkju. Henni er val- inn ágætur staður, og munu safnaðarmenn samtaka um að hraða bygg- ingu liennar eftir föngum. Gamla kirkjan í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var flutt í heilu líki að Vindáshlíð í Kjós 24. september. Verður þar kirkja K.F.U.M. Aldarafmælis Revkhólakirkju var minnzt með hátíðaguðsþjónustu og samkvæmi 8. sep. Sama dag var haldinn héraðsfundur Barðastrandar- prófastsdæmis, þar á staðnum. Samtök játningatrúrra presta efndu til samveru 3.-5. sept þ. á- í Vindáshlíð í Kjós, sumarbúðum K.F.U.M. í Reykjavik. Voru þai futt erindi, haldnir biblíulestrar og liugleiðingar. Efni erindis, er séra Ouð- mundur Oli Olafsson, Torfastöðum, hélt var: Vandamál kirkjunnar í dag. Leiðin fram. Séra Sigurður Einarsson, Holti, flutti erindi um: Hlutverk ■og fyrirheit prédikunarinnar. Þriðja erindið hélt séra Guðmundur G’ið- mundsson, Utskálum. Efni hans var: Réttlæting af trú. Séra Bjami jons- son, vígslubiskup, hélt biblíulestur um: Kristsboðskap Postulasögunnar,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.