Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 7
JÓLARÆÐA eftir séra Magníis Helgason Guðspj. Lúk.: 2. kap. 1.—14. v. Konur og menn úr allri átt allir rekið sömu götu til Betlehem, þar liggur lágt lausnari heimsins, bam í jötu; Beygið knje og fagnið fríðum foringja lífsins náðarblíðum. Þessum skáldsins orðum vil ég mæla til allra yðar, sem hingað eruð komin á þessari hátíðarstundu, treystandi því, að þér komið hér öll þess erindis að beygja kné og fagna fríðum foringja lífsins náðarblíðum, í þvi trausti, að þér ekki hneykslist á hinu unga bami og hinni lágu jötu í Betlehem. Því liver er sá staður um víða veröld, er við hana megi jafn- ast. Konungshallir með þeirra dýra skarti og háreistu sölum, hvað em þær móti þessari lágu jötu? Hinir fegurstu staðir á þessari jörð, er hrífa hugann til undrunar og aðdáunar yfir því, er þar ber fyrir augun, hvað eru þeir, hvað er á þeim að sjá hjá því sem í þessari dimmu jötu. Hinir frægustu staðir heimsins, þar sem atburðir hafa orðið, er kollvarpað hafa örlöguni heilla þjóða, hvaða þýðingu liafa þeir fyrir mannkynið í saman- burði við jötuna í Betlehem? Hversu margir listamenn hafa þreytt list sina á að mynda það, sem þar1 ber fyrir augun: hina ungu móður með nýfædda barnið, Jósep og hirðana, sem tilbiðja það fullir af lotningu og undmn. Og hversu mjög hafa guðræknir trúmenn keppzt um að prýða °g dýrka þann stað. Á fjórðu öld eftir fæðingu frelsarans lét Helena keis- aradrottning reisa kirkju yfir hellinum hjá Betlehem, þar sem Kristur fæddist. Og enn stendur þar kirkja, ævagömul; imdir sjálfu altarinu liggur trappa niður í lágan helli, þar sem mælt er að Jesú hafi fæðzt. Jatan, sem var, er nú lögð marmara, hellisveggirnir huldir rauðu silki; silfur- lampar loga þar nótt og dag; pilagrímar frá nálægum og fjarlægum lönd- um, frá öllum trúarflokkum kristilegrar kirkju streyma þangað daglega, og l>eygja kné s£n biðjandi á þeim helga stað. En fegurri en aUt það skraut, sem trúin og hjátrúin hafa hjúpað þennan stað með, er sú hin dimma viðhafnarlausa jata, er guðspjallið í dag minnir oss á. Hei'Uaríkara og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.