Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 42
Órofa tryggð við íslenzkar bókmenntir Öllum þjóðum er þörf útvarða, sem túlka sögu þeirra, menn- ingu og bókmenntir á erlendum vettvangi, og engum þeirra er fremur þörf slíkra málsvara heldur en smáþjóðum eins og ætt- þjóð vorri við hið yzta haf. Hún hefir einnig borið gæfu til þess að hafa átt í liðinni tíð og að eiga enn víða um lönd vitni og vel- unnara, sem lagt liafa sérstaka rækt við menningarsögu hennar og bókmenntir, og með frumsömdum og þýddum ritum sínum um þau efni unnið ómetanlegt kynningarstarf í þágu lands og þjóðar. í þeim hópi merkra aðdáenda hennar og velgerðarmanna skipar dr. C. Venn Pilcher, biskup í Sydney í Ástralíu, varan- legan heiðurssess, og jafnframt sérstöðu, því að hann hefir gerzt brautryðjandi með þeirri mikilvægu menningarstarfsemi sinni að snúa á enska tungu íslenzkum trúarljóðum að fornu og nýju, og með þeim hætti gert þau aðgengileg lesendum víðsvegar um hinn enskumælandi heim. Rúm leyfir eigi að rekja hér ævi eða rithöfundarferil hans, en um það efni leyfi ég mér að vísa til ritgerðar minnar um hann í XIV. árgangi Tímarits Þjóðrækn- isfélagsins (Winnipeg, 1943). Fyrsta þýðingasafn dr. Pilchers úr íslenzkum trúarljóðum, The Tassion-Hymns of Iceland, kom út í Lundúnum 1913, og voru það aðallega þýðingar úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar og úr sálmum eftir séra Valdimar Briem. Næst kom út eftir dr. Pilcher nýtt og aukið þýðingasafn úr Passíusálmun- um í Toronto 1921, Meditation on the Cross, en tveim árum síðar birtist þriðja og aðalsafn slíkra þýðinga hans Icelandic Meditation on the Passion, gefið út á vegum víðkunnugs útgáfu- félags í New York borg. Hafa Passíusálmaþýðingar dr. Pilchers og aðrar sálmaþýðingar hans úr íslenzku vakið víðtæka athygli og hlotið maklegt lof hinna dómbærustu manna, svo sem þeirra

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.