Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 25
EINING KIKKJUNNAR í KRISTI 455 oft djúpið í milli. Þetta má þó ekki skilja sem rök gegn guð- fræðilegum umræðum. Þær geta átt fullan rétt á sér fyrir því. Ef einhver skyldi spyrja, hvað hljótist af öllum þessum við- ræðum, þá er rétt svar að finna í Ágsborgarjátningunni: „Til sannrar einingar kirkjunnar nægir það, að vera sammála um kenning fagnaðarerindisins og veitingu sókramenntanna“. Guð- fræðingurinn, sem vinnur í kyrrþey að vísindum sínum, kann að láta sér nægja, að við þessa niðurstöðu sé sameiginlegur grundvöllur fenginn fyrir frekari umræðum um guðfræðileg vandamál. En þetta er ekki nóg fyrir kirkjudeildir, sem standa augliti til auglitis við brýna nauðsyn á einingu. Á Suður-Ind- landi er rædd sú spurning, hvort sýnileg ytri eining sé mikils- verð kirkjunni eða ekki. Og vafalaust á þessi spuming rétt á ser í umræðunum, ef hún leiðir til skilnings á því, að jafnvel fullkomnasta ytri eining geti ekki komið á hinni innri — gjört kirkjumar að líkama Krists. Áherzlan, sem vér Lúterstrúarmenn leggjum á trúareiningu fyrst og fremst, er að vissu leyti neikvæð og hneykslar oft aðra °g kann að valda efasemdum í vomm hóp. Höfundar siðabót- arinnar kváðu blátt áfram nei við ýmsum gömlum og nýjum villukenningum og höfðu jafnvel stundum um þær orðið: Damnamus, vér fyrirdæmum. Var ætlun þeirra með því sú, að í þessum efnum ætti engin trúareining sér stað. En nú á dögum gætum vér ekki breytt eftir meginreglum feðra vorra, ef vér samþykktum öll þessi landamerki athugasemda og gagn- lýnilaust. Landamerkjalínur breytast, sumar hafa verið máð- ar burt, en nýjar komið í staðinn. Ef það er satt, að drottinn kirkjunnar ætti að sameina hana með prédikun orðsins og veitingu sakramentanna, þá hljóta einnig að vera markalín- ur enn í dag vegna sannleika fagnaðarerindisins mönnum kirkju vorrar til leiðbeiningar. í þessu sambandi verðum vér að að drepa á samfélagið um kvöldmáltíðina. En við kvöldmáltíðarborðið, þar sem margir ættu að verða einn líkami við það að neyta sama brauðsins, þar hefir sundrungin magnazt meir en nokkurs staðar ella. Þar sem samfélag endurleystra manna, eitt í hjarta og sál, ætti að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.