Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 34
464 KIRKJURITIÐ Eldur uppi. Norðmenn eru heitari í trúmálum en vér. Þar loga nú deilu- eldar um land allt út af helvíti og kvölunum. Almennur kirkju- fundur með Smemo Oslóarbiskup í broddi fylkingar taldi Schelderup Hamarbiskup hafa gengið of langt með því að af- neita þeirri trú, að þeir, er hér fara villir vegarins, muni út- skúfast að eilífu í Víti. Ekki trúi ég frekar en Schjelderup á eilífa útskúfun og enda- lausar kvalir eins eða neins. Mér finnst það bæði af skynsemis- og tilfinningaástæðum ósamrímanlegt kenningunni um föður- kærleika Guðs. Hika ekki við að lýsa því yfir. Og fáa íslend- inga hygg ég þeirrar trúar, sem meiri hluti norska kirkju- fundarins lýsti sig fylgjandi. Hitt er svo allt annað mál, hvort vér íslendingar göngum ekki of langt í ýmiss konar afneitun, og gerum oss ekki alltof litlar hugmyndir um ábyrgð lífsins og mátt illra afla. Og eins afleiðingar þess að víkja viljandi af vegi Krists og snúa baki við sannleika og góðleika. Það er hægt að villast lengi og þola hræðilegar þrautir, þótt að endingu sé komizt lieim . .. fyrir Guðs náð. MikilsverS mál. Ármann Snævarr prófessor flutti fyrir skömmu síðan erindi í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Það fjallaði um samanburð og samband laga og siðgæðisreglna. Áhrif hvors á annað og gildi beggja í þjóðlífinu. Þetta var stórfróðlegur fyrirlestur, sem von- andi verður birtur almenningi fyrr en síðar. Áheyrendur voru alltof fáir, því að víst er, að efnið mun nýstárlegt fyrir flestum- Fáir munu t. d. gera sér þess fulla grein, hve lögin hvíla mik- ið á siðaboðum trúarbragðanna og framkvæmd þeirra er komin undir siðgæðisvitund almennings. Það er m. a. lífsnauðsyn, að vér höldum trú vorri, ef vér ætlum með lögum að halda í heiðri mannhelgi og því lýðfrelsi, sem á henni er reist.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.