Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 47
BLÁ PERLUFESTI
477
Eitt af því fáa, sem hægt er að kaupa litlu verði nú á dögum, eru erlend-
ax, einkum enskar og amerískar bækur í hinum ódýru útgáfum. Má þannig
fá mörg úrvalsrit fyrir um og innan við tíu krónur. Þar á meðal ágæt rit
um trúarleg efni, svo sem hugleiðingar, og einnig fræðibækur, að ótöldum
skáldsögum, sem styðjast við biblíuleg efni og víða eru nú mjög lesnar.
Bókaverzlun Snæbjamar Jónssonar í Reykjavík hefir margar slíkar bækur
á boðstólum. Verður hér getið nokkurra, sem ritinu hafa borizt og ætla
má, að prestar og margir fleiri hefðu meiri og minni ánægju og gagn af.
PEACE OF SOUL eftir Fulton J. Sheen. - LIFT UP YOUR HEART
eftir sama. — Höfundurinn er hálærður kaþólskur biskup í Ameríku. Fræg-
ur útvarpslesari og víðlesinn ritlhöfundur. Hann skrifar mjög ljóst og al-
þýðlega rnn margs konar trúfræðileg og siðfræðileg efni. Síðari bókin
snýst um leiðimar til andlegs þroska og hfandi trúarsamfélags við guð-
dóminn. Nokkuð í hugleiðingastil. Sú fyrmefnda finnst mér veigameiri.
Hún geymir 14 ritgerðir um ýmislegt, sem mörgum verður nú tíðhugsað
um. Nefni t. d. þessar yfirskriftir: Heimspeki kvíðans. — Er Guð torfund-
inn? — Kynlíf og Guðsást. — Óttinn við dauðann. Þetta er bók, sem gróði
er að.
THE STORY OF THE BIBLE eftir Hendrik Willem van Loon. - Létt
endursögn aðalefnis Ritningarinnar aftur að Postulasögunni. Handhæg til
yfirlits og prýdd mörgum skemmtilegum teikningum höfundarins.
PEACE WITH GOD eftir Billy Graham. — Hreinskilnislega sagt þykir
mér ekki sérstaklega mikið koma til þessara prédikana hins heimsfræga
vakningamanns. En hér gefst mönnum tilvalið tækifæri til að kynnast
sumu því bezta, er hann hefir sagt og skrifað. Það ætti að vera flestum
forvitnislegt, því að sennilega hefir enginn maður fyrr prédikað fyrir fleiri
mönnum samtímis en hann. Og óneitanlega hefir hann víða haft mikil
áhrif. Og sumum sýnist það ef til vill gull, er ég ætla aðeins eir.
THE MAN FROM NAZARET eftir Harry Emerson Fosdick. - A
GREAT TIME TO BE ALIVE eftir sama. - Þetta eru litlar bækur en
luma á sér. Báðar skemmtilegar aflestrar og koma víða við. Óhætt að
mæla með þeim, enda höfundurinn einn alkunnasti prestur, sem nú er
uPpi. fjölfróður og velviljaður, víðsýnn og ritsnjall.
Loks verða hér taldar þrjár bækur eftir blaðamanninn Fulton Oursler:
THE GREATEST STORY EVER TOLD. - THE GREATEST FAITH