Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 24
454
KIRKJURITIÐ
því. Auðvitað krefjumst vér ekki fullkomnunar af sjálfum oss,
á oss hvílir skyldan að „prófa andana“. En engu að síður þurf-
um vér að vara oss á hættunni, sem vofir yfir að staðaldri, að
leggja tvenns konar mælikvarða á ófullkomleikana. Oss hættir
jafnan til þess — að minnsta kosti í leyndum — að telja vora
kirkjudeild og kirkju Krists eitt og hið sama. Engin kirkju-
deild verður svipminni fyrir það, þótt hún leiti einingar í anda,
göfgi og réttlætis, því að það er ekki að tilhlutan manna, held-
ur drottins sjálfs, sem þráir það, að kirkja hans sé ein. Þegar
Pétur spurði drottin: „Hvað verður um þennan?“ svaraði hann:
„Fylg þú mér“ [Jóh. 21, 21—22].
Það er einungis að lokinni nákvæmri sjálfsprófun, að vér
eigum siðferðilega rétt á því að halda að öðrum einingu kirkj-
unnar. Og vissulega munum vér hitta fyrir margar sundurleitar
hugmyndir um það, hver sé rétta leiðin til hennar. Oft er and-
staða gegn því að meta þar sem kjarnann Guðs orð og sakra-
mentin, trúna og játningu hennar. En um það varðar mestu.
Eina leiðin fyrir lútersku kirkjuna til þess að nálgast aðrar
kirkjudeildir er því sú að ræða um trúaratriðin.
Mig langar til að benda á, hvemig viðræðurnar hafa reynzt
með lúterskum mönnum á Suður-Indlandi og kirkju Suður-
Indlands. Á þessum árum hafa hvorir tveggja lært, annars veg-
ar, að ýmissa grundvallaratriða trúarinnar hefir aftur og aftur
gætt mest, og hins vegar hefir það orðið ljóst, að eining í trú
og boðun fagnaðarerindisins hefir ekki orðið nákvæmlega hið
sama sem eining í guðfræðilegri útlistun og kenningu, prédik-
un og guðfræði era sitt hvað. Varð þá mestur árangur af við-
ræðum vorum, er vér fengumst ekki við guðfræðileg vanda-
mál, heldur hlýddum sameiginlega á Ritninguna og vitnis-
burð kirkjunnar til þess að skilja í allri auðmýkt, eða stafa orði
til orðs það, sem andinn segir söfnuðunum og alveg sérstak-
lega söfnuðunum á Indlandi í dag. Vér fengumst því við þau
höfuðsannindi, sem menn lifa við og deyja.
Það er almenn reynsla, að lærðar guðfræðiumræður megna
oft ekki að vekja fyllri skilning né andlegan skyldleika með
mönnum. En þolinmæði, næmur skilningur og einlægni brúar