Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 16
446
KIRKJURITIÐ
Níelsson. Ég var mjög hrifinn af þeim, þeirra mikla fróðleik
og einstaka fjöri. En annars hefi ég aldrei verið mjög áhrifa-
gjam til langframa, og ég man ekki til, að nokkur maður eða
nokkur bók hafi haft varanleg áhrif á mig — nema á yfirborði.
Ég var með þó nokkra kjalfestu úr föðurgarði og var að mörgu
leyti móti þeirri guðfræði, sem þama var kennd. Mér fannst
hún einhvem veginn vera fyrir utan túngarð. En ég lærði hana
vandlega og fannst hún skemmtileg eins og flest, sem ég las.
Ég efast um, að nokkur maður hér á landi hafi kunnað betur
skólafögin en ég gerði. En það var utan við túngarðinn og
kom ekki heim á bæinn fyrr en síðar, hægt og hægt. En ætli
þetta gerist ekki nokkuð oft, ef menn athuga vel? Hvað eru
þessar föstu skoðanir, sem margir þykjast hafa og berjast fyrir,
— hve fastar eru þær og djúpstæðar? Mér finnst skoðanimar
stundum lítið annað en patentmeðul til þess að lina sálarverk-
ina, sem það kostar að gera málin upp við sig vægðarlaust.
Hvernig féll þér prestsstarfið vestan hafs og austan?
Ég get sagt það alveg með sönnu, að prestsstarfið í kirkju
og við aðrar prestslegar athafnir eru yndislegustu störf, sem ég
hefi unnið — sólskinsblettir, sem aldrei fymast. En prestsstarfið
er fleira, og ef til vill ber það prestinum meira vitni, sem hann
vinnur utan þessara helgistunda. Lærisveinanna ævistarf var
ekki það að vera áfram með meistaranum uppi á fjallinu, held-
ur beið starfið sjálft þeirra niðri í eymdadalnum. Og þetta
starf, prestsstarfið í söfnuðunum var skapferli mínu fjarri, eins
og öll afskipti af annarra högum. Ég er miklu ómannblendnari
en margur hyggur. Ég hefi gaman, eða hafði gaman af að vera
innan um menn, ef mér var allt þar óviðkomandi. En prestur-
inn á að vera Ijós á stjakanum, lýsa öðmm, leiðbeina, skipta
sér af öllu, taka þátt í öllu. Þetta hefi ég aldrei viljað gera, og
þess vegna var ég víst aldrei neinn prestur að gagni. Ég fann
þetta vel. Ég gat aldrei kynnzt fólki eins og presturinn á að
kynnast því, aldrei nema á yfirborði og svo sem einn þumlung
inn fyrir yfirborðið. — Svo hefi ég líka alltaf verið ómann-
glöggur — meðal annars af því, að ég á svo bágt með að skilja,