Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 44
474 KIRKJUHITIÐ vér talið þýðingu Eiríks heitins meistaraverk, en þessi ummæli vor nú má þó hæglega rökstyðja." Næst birti dr. Pilcher, eins og að ofan getur, sjö erindi úr sálminum í þýðingasafni sínu lcelandic Christian Classics, og nú hefir hann þýtt sálminn allan. Kom þýðingin út í júníhefti ritsins Sijdney Diocesan Magazine, kirkjulegu málgagni, sem vafalaust kemur í hendur margra lesenda í þeirri álfu heims og ýmissa annarra, er láta sig þau mál skipta. Ég hefi borið þýðinguna saman við íslenzka sálminn, og fæ ég ekki betur séð, en að hún sé prýðisvel af hendi leyst, á lát- lausu ensku máli, sem fellur vel að efninu, og að þýðanda hafi tekizt, í harla ríkum mæli, að ná anda og blæ frummálsins, þó að þýðandi hafi einfaldað ljóðformið hvað rímið snertir, en annars haldið því að öðru leyti, svo að hrynjandin raskast eigi eða hreimurinn. Árangurinn er einnig sá, að þýðingin virðist mjög sönghæf. Þessi nýjasta þýðing dr. Pilchers sýnir fagurlega í verki órofa tryggð hans við íslenzkar bókmenntir, og með henni hefir hann enn á ný aukið á þá þakkarskuld, sem við íslendingar eigum honum að gjalda fyrir menningar- og landkynningarstarf hans í vora þágu. Við biðjum honum blessunar á elliárum í orðum Steingríms skálds Thorsteinssonar: „EIIi, þú ert ekki þung anda Guði kærum; fögur sál er ávalt ung undir silfurhærum.“ Richard Beck. Til sólargeislans. Eg hef fundið frið hjá þér, frekt þótt undir blæði, lífs um stundir Ijáðu mér ljóssins undraklæði. Björgvin Filippusson frá Hellum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.