Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Side 28

Kirkjuritið - 01.12.1957, Side 28
458 KIRKJURITIÐ aldrei hina sterku til þess að yfirgefa kirkju þeirra. Þegar slíkar hættur eru á ferð, þá er það nauðsynlegt, að hinn kristi- legi kærleiki taka á öllu, sem hann á til af þolgæði, hyggindum og árvekni. Eining í trú og eining í kærleika eiga saman. Kærleikurinn einn er þó ei einhlít undirstaða undir einingu kirkjunnar. En hann megnar að horfa út fyrir mörk kirkjunnar og starfa þar. Hjálp kirkjunnar til bágstaddra um víða veröld sýnir það, m. a. hjálp lútersku kirkjunnar. Þar er kærleikur að verki fyrir Krists sakir, sönn þrá til þess að hjálpa bræðrum. Má vera, að kirkjudeildir, sem greinir á í játningum, nálgist svo hverj- ar aðrar í þessu kærleiksstarfi, að það virðist sem spor í átt- ina til einingar í trú. Vér megnum hvorki að fullyrða það né neita því. Það, sem mestu skiptir fyrir oss, er að vér treystum því, að drottinn vor leggi blessun sína yfir þetta starf og að undir vemd hans megi litla jurtin vaxa og fyllri eining trúar- innar gróa. Skyldu ekki vera nú þeir tímar, að drottni þókn- ist að leiða fylgjendur sína hærra með því að kenna þeim kærleika í skóla sameiginlegra þjáninga. Barátta kirkjunnar í Þýzkalandi, fangelsin og fangabúðimar á stríðsárunum og eft- ir þau um heim allan mun ef til vill í augum komandi kynslóða verða vörður við veginn til einingar. Þrengingar kirkjunnar hér og þar á vorum dögum kunna að leiða kirkjudeildirnar nær og nær hverja annarri, er þær bera krossinn, sem vér eigum öll að bera, og þola saman þrautir af bróðurkærleika. Hugleiðingum vomm og umræðum um einingu kirkjunnar má ekki linna, er vér höldum heim af þessu þingi. Guð vakir í sérhverjum söfnuði yfir lýð sínum. Þar verður kirkjan að sýna, hvort hún sé fús til að hlýðnast kalli Guðs og keppa að einingu. Sambúð kristinna safnaða af ýmsum kirkjudeildum á sama svæði kann að verða talin prófraun á það, hvemig verði lifað eftir orðum vorum hér. Einkum mun þetta á sannast þar, sem klofning kirkjunnar hefir orðið heiðingjum hneykslunarefni og stofnað kristniboðinu í voða. Það er engin tilviljun, að eining kirkjunnar og útbreiðsla

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.