Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 27
EINING KIRKJUNNAR I KRISTI
457
III
Kristur hefir sætt oss við Guð og sameinað oss í bræðralagi,
]pannig, að hver bróðir verði bróður sínum Kristur, eins og
Lúter komst að orði. Eins og trúin er undirstaða þessa bræðra-
lags, þannig er kærleikurinn aflið, sem lifir þar og ríkir. En
trúin án kærleiks er dauð, og eining kirkjunnar getur ekki hald-
izt öflug og lifandi, nema hlýðnin haldist stöðugt við boðorðið
nýja, sem Jesús gaf fylgjendum sínum.
Sú var tíðin, að heiðnir menn þekktu kristna menn á því,
að þeir elskuðu hverir aðra. Nú gætir þess kærleiks ekki mjög
i söfnuðum vorum. Nú virðist svo stundum, sem eining í trú
°g kenningu slökkvi áhugann á einingu í kærleika. Geta kristn-
ir menn varið það að hafa sömu játningu og lifa þó ekki
í bræðralagi kærleikans. Djúp er staðfest milli stétta, þjóða,
kynþátta og tungumála, sem varnar því, að kirkjur, sem hafa
sömu játningu, geti sameinazt fullkomlega sökum kærleiks
skorts.
Vér öll bæði í austri og vestri erum helzt til oft, hvort sem
ver vitum það eða ekki, að reisa rammar skorður gegn trúar-
einingu í verki. Ekkert annað en kærleikurinn megnar að stíga
yfir þessar skorður og leiða til trúareiningar í hjarta og lífi
hvers og eins.
Ennfremur er það kærleikurinn, sem ver fyrir hættulegum
lögmálsákafa þeirra, sem vilja láta allt vera eins, þar sem trúar
eining ríkir. Þessi löngun til þess, að allt sé eins, er í raun og
veru eins konar eigingirni. Allir aðrir verða að vera eins og
eg er sjálfur. En kærleikurinn leitar ekki síns eigin. Kærleik-
urinn varnar því, að fagnaðarerindið lækki og verði að lögmáh'.
Þetta vissu feður vorir. Þess vegna töldu þeir hvorki einingu í
helgiþjónustu né stjómaraðferð nauðsynlega einingu kirkj-
unnar. Hinir sterku áttu að umbera veikleik hinna óstyrku.
Hinir styrku eiga að rannsaka sjálfa sig til þess að sjá, hvort
kærleikur þeirra er eins sterkur og trú þeirra og hvort það sé
rett af þeim að fórna einingu kirkjunnar fyrir sérskoðanir þeirra.
°g hinir veiku eiga að rannsaka, hvort framkoma þeirra neyði