Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 11
JÓLARÆÐA 441 liann til þessarar yfirstandandi hátíðar, í hversu mörgum kirkjum er hann nú boðaður, af hversu mörgum vörum vegsamaður, af hversu mörgum hjörtmn elskaður, hann, sem í jötunni lá sem fátæks manns barn, lítOsvirt og ókunnugt. Hlýtur eigi hver maður að játa, að þar sýnir sig guðlegur máttur; hlýtur eigi hver maður að vegsama Guðs almætti, er öllu þessu hefir til lciðar komið, á móti mannlegu ofríki og undirtaka þessi lof- gjörðarorð: Allt Guðs speki, minskunn, mátt mikli göfugi prísi hátt; dýrð sé Guði í hæstum hæðum, hrósi jörð hans ástargæðum. En hin lága jata í Betlehem á eigi aðeins að vera oss dýrleg höll guð- legrar hátignar, hún á einnig að vera fæðingarstaðux guðlegs lifernis á jörðunni. Eins og bamið, sem lá í jötunni, óx upp og varð máttugt í anda, eins og sonurinn, er hinn himneski faðir hafði velþóknun á, út gekk úr lítilfjörlegu hreysi, svo eiga þaðan að renna lækir hfanda vatns til mann- kynsins alls og skapa í því nýtt líf, og svo eigum vér öll þaðan að ganga sem nýir menn, skapaðir eftir Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans. Hjarta þitt, syndugur maður, þitt sauruga spillta hjarta, með þess illu hug- renningum og lágu fýsnum, það er það herbergi, er Jesús á að nýju í að fæðast. Hjarta þitt, svo þröngt og tómt, er sú jata, sem nú á í móti frels- aranum að taka, til þess að hann búi þar og þroskist þar. Fæðing Jesú fyrir 19 öldum, hún kemur þér að engu hði, og jólahátíðin, sem vér nú höldum heilaga, hjálpar þér að engu, ef þú eigi lætur hið nýja himneska líf innrætast í hjarta þitt. Þó að frelsarinn svo þúsund sinnum væri fæddur í heiminn, værir þú jafnt glataður, ef hann eigi fæðist einnig í þínu hjarta. Gætið því þess, að Guðs náð verði eigi til ónýtis yður — það er áminning þessarar hátiðar til >'ðar allra. Hvað á ég að gjöra til þess að ég öðlizt eilíft líf? Það er spurning, sem vér eigum hvert um sig að leggja fyrir oss sjálf á þessari hátíð. Vér getum látið hina helgu frásögn um fæðingu Jesú svara þeirri spum- ingu fyrir oss. Hirðarnir fóru og sáu, hvemig allt var eins og englamir höfðu boðað þeim. Kom þú einnig og sjá. Kom þú í dag og dag eftir dag, eigi aðeins helga daga og liátíðardaga, heldur hvern dag. Hugsaðu eigi, að þú hafir nóg gjört til að halda helga fæðingarhátíð frelsarans, þó að þú hafir komið hingað í dag og setið hér litla stund í minningu hennar, nei, kom þú aftur og aftur að skoða lians fæðingu; vertu fúsari og fúsari td að sjá og skoða. Sjá þú þá sögu, þá helgu sögu, sem hefst í Betlehem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.