Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 19
MAGNÚS JÓNSSON SJÖTUGUR
449
Dr. Magnús Jónsson: Frá Getsemane (Málverk).
Eg reyndi það ekki. Ég lifði í þ essum tveim veröldum, og
þær runnu furðu lítið saman, og enginn vandi að vinna for-
svaranlega í þjónustu beggja, ef vel var að verið. Og þó vildi
hallast á. Eg komst inn í stjórnmálin að kalla má óvart, og þau
náðu litlum tökum á mér fyrstu árin. Þá voru grautarlegir tím-
ar í pólitík og skemmtilegir, ekki þessi stórveldaofsi, sem síð-
ar kom. En svo harðnaði á dalnum, og pólitíkin fékk drjúgt
af tíma mínum t. d. 1924—1934. Þá las ég mikið af hagfræði
og öðru, sem mér fannst gagn í fyrir landsmálin. Þetta var
mér mjög þarft. Og svo skrifaði ég mig og talaði upp í bjarg-
fastar skoðanir og horfði með ógn og skelfingu á það, hvemig
„hinir“ voru að fara með allt norður og niður, en ég kallaður
til þess að bjarga. Nú sé ég þetta allt álengdar og gleðst yfir
því, að alltaf eru allir að bjarga, svo að ég sé eiginlega ekki,
hvemig nokkuð illt ætti að geta komið fyrir.
En guðfræðistúkan mín var læst og vel vörðuð gegn öllu
þessu. Ég vanræki aldrei að búa mig undir kennslustundir eða
fynrlestra eins vel og ég átti föng á. Ég vissi vel, að þar biðu