Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 21
MAGNÚS JÓNSSON SJÖTUGUR
451
yfir alla guðfræði. Og þar sem fæstir eiga kost á eða kæra sig
um 50 ára guðfræðinám, þá er bezt, að ég eigi mitt hús fyrir
mig. Ég er ekki neitt afskiptasamari um annarra hag en ég var
á yngri árum — nema síður sé. Mér er t. d. alveg óskiljanlegur
þessi pokalegi kotungsbragur að vilja vernda siðferði fólksins
með bókabanni. En þeir um það, sem kotungsskapnum unna.
Og svo að ég víki aftur að guðfræðinni minni, þá er nauða-
stutt milli hennar og guðfræðinnar minnar, þegar ég var svo
sem 12 ára gamall. En þar er þó ævin á milli.
Hvaða guðfræðistefnur telur þú líklegastar til farsældar í
framtíðinni?
Þetta er undir svo mörgu komið — er svo relatívt —, að ég
treysti mér ekki til að segja neitt um það.
Telur jbú svipað ástand í trú- og kirkfumálum nú og á æsku-
árum þínum og fyrstu árin við háskólann? Sé um mikilvægar
hreytingar að ræða, þá liverjar helzt?
Nei, nei. Það hefir breytzt, bæði hið innra og ytra með þeim
miklu þjóðfélagsbyltingum, sem orðið hafa. í æsku minni voru
allir, sem ég vissi um, trúaðir í ytri háttum. Allir, sem gátu,
komu til kirkju í hvert sinn, sem messa átti. Um trú þeirra hið
innra veit ég ekki, en ég býzt við, að hún hafi verið einlæg.
Á námstíma mínum fannst mér það þykja nálega sjálfsagt, að
vera móti trúarbrögðum. Nú finnst mér þetta breytt, og kominn
1 staðinn nokkurs konar velviljaður heiðindómur, og svo fá-
mennir kristnihópar líkt og í löndum, þar sem rekið hefir ver-
ið duglegt heiðingjatrúboð um nokkurt skeið. Verkefni kirkj-
unnar í dag er því ekkert annað en heiðingjatrúboð heima og
erlendis. Ég tek það fram, að ég er ekki að segja neitt ljótt um
þann heiðindóm. Hann er eitthvað svipað og flestir Kínverjam-
ir svöruðu mér, ef ég spurði, hvaða trú þeir hefðu: „Enga trú,“
svöruðu þeir. Líklega er þó kristindómurinn miklu sterkari í
djupum sálarinnar en menn vita eða aðrir sjá.
Hvernig horfir um framgang kirkfunnar í heiminum í nánustu
framtíð að þínum dómi?