Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 40
470
KIRKJURITIÐ
En við það að líta í hin bláu augu Barböru May var hann hrifinn upp
úr draumórunum og vaknaði á ný til lifandi minningar um missi sinn.
Hann tók svo í meinin, að hið stöðuga rennsli kaupendanna fyrir jólin var
honum til sárra leiðinda. Það var ös næstu tíu dagana. Málóða komn:
suðuðu í kringum hann, handfjötluðu skartgripina og þjörkuðu um verð-
ið. Þegar hann sá á eftir síðasta kaupandanum á aðfangsdagskvöldið, and-
varpaði hann léttilega. Þá var þessu Iokið þetta árið. En það var nú ekki
allt búið fyrir Pétri Wakefield samt sem áður.
Dyrnar opnuðust og ungri konu skaut inn. Hann fann það alveg ósjálf-
rátt, án þess þó að geta áttað sig á því, að hún kom honum kunnuglega
fyrir sjónir. Samt gat hann ekki gruflað upp, hvar eða hvenær hann
hefði séð hana áður. Hún hafði Ijósgullið hár og blá augu. Hún dró orða-
laust lítinn böggul upp úr tösku sinni, hann hafði verið vafinn í rautt
bréf, græn silkibandslykkja fylgdi. Allt í einu glitraði bláa perlufestin
aftur fyrir augum hans.
„Er þessi festi héðan úr búðinni?" spurði stúlkan.
Pétur Wakefield leit í augu hennar og svaraði hóglátlega. „Já, hún er
héðan.“
„Eru steinamir egta?“
„Já. Að vísu ekki dýrasta tegund, — en samt egta.“
„Munið þér, hverjum þér selduð hana?“
„Auðvitað. Það var hún Barbara May, Iitla systir yðar. Hún keypti fest-
ina til að gefa yður hana i jólagjöf."
„Hvað kostar hún?“
„Verðið,“ sagði hann hátíðlega, „var 37 dalir.“
„En Barbara hefur aldrei átt 37 dali. Hvernig gat hún borgað þetta?“
Með einstakri leikni af einhentum manni að vera braut Pétur Wake-
field fallegu umbúðimar aftur i gamla farið, og gekk eins snoturlega frá
pakkanum og í upphafi.
„Hún greiddi þá mestu upphæð, sem nokkur fær nokkm sinni goldið,“
lagði hann. „Hún gaf allt, sem hún átti.“
Djúp þögn fyllti litlu minjagripaverzlunina. í fjarlægum kirkjuturni var
tekið að hringja klukkunum. Klukknahljómurinn, sem barst utan úr fjaisk-
anum, litli bögguUinn á búðarborðinu, spumingin í augum stúlkunnar,
og hin kynlega endumýjung, sem bærði á óskiljanlegan hátt á sér í hjarta
mannsins, — allt átti þetta rætur að xekja til ástar 'lítils bams.
„En hvers vegna gerðuð þér þetta?"
Hann rétti fram gjöfina.
„Jólin em þegar gengin í garð,“ sagði hann, „og það er óhamingja