Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 8
438
KIRKJURITIÐ
mikilvægara lieldur en nokkur pílagrímsför er að hverfa þangað í anda
og hugleiða, hvað þar er fyrir oss skeð, hvaða blessun þaðan er út yfir
heiminn runnin, og hvaða þakkarfómir vér eigum þar fram að bera. Guð
veiti oss hjálp sína tif að skoða jötuna í Betlehem í ljósi jólaliátíðarinnar.
O dýrð sé þér í hæstum hæðum,
er hingað komst á jörð,
á rneðan hfir líf í æðum,
þig lofar öll þín hjörð.
Á meðan tungan má sig liræra,
á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra,
hvert andartak hvert æðarslag
Guðs engla syngi dýrðarlag.
I Ijósi jólanna verður jatan í Betlehem að konungshöll guðlegrar hátign-
ar. Hvernig má þetta ske? Hvemig getur hið lága hreysi, óhæfilegt fyrir
bústað handa mönnum, aðeins nýtilegt handa skynlausum skepnum,
hvemig getur það verið konungshöll guðlegrar hátignar? Það, sem fátækt
er og lítilsvirt í heiminum, það útvelur Guð helzt til þess að opinbera á
því sína dýrð. Á eyðimörku opinberast hann forðum Móse, Abraliam og
Elía, svo kaus hann nú einnig hina litlu og fámennu Betlehem, þessa
myrku næturstund, þetta lága hreysi, til að opinbera í sína dýrð; þar
sjáum vér nú skína lians trúfesti, kærleika og ahnætti. Þegar hirðamir
komu til hússins, þá fundu þeir þar allt eins og englamir höfðu sagt. Þar
megum vér fyrst og fremst lita Drottins trúfesti. Það, sem englarnir höfðu
boðað, það, er spámennirnir liöfðu sagt, það, sem forfeðrunum hafði ver-
ið fyrirlieitið, það sem mannkynið hafði þráð eftir um langan aldur — það
var nú upp fyllt. Það kom á þeirri stundu, er enginn hafði ætlað, það
skeði á þeim stað, er enginn hafði leitað þess, það rættist með þeim hætti,
er engan hafði gmnað. En það kom, það skeði, það rættist. Guð er eigi
eins og maðurinn að liann ljúgi, né eins og mannsins barn, að liann sjái
sig um hönd. Trúfastur er Ðrottinn. Aldrei hefir hann það dýrlegar sýnt
en með sendingu sonar síns. I hvert skipti, sem jól koma eftir jólaföstu, í
hvert skipti, sem vér sjáum í anda frelsarann í jötunni, er það á ný til vot
kallað, að Guð er trúr. Og þó að hann dragi hjálpina, þó að lians hugsan-
ir séu ei vorar liugsanir, þó að hans vegir séu ósporrækir, þó að hann
heiti því er ótrúlegt virðist, þó að dimmt sé í lieimi og svörtum skuggum
slái á brautir hans bama, þó mun þó jafnan mitt í myrkri og dimmu
ljósið ljóma og gleðja guðhrædd hjörtu. Trú því og huggast við það, sem
hryggur ert í huga; lær það enn á ný við jötuna í Betlehem, að Guð er
trÚT.