Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 30
Vökuþörí.
Svo virðist almennt að umtali manna og afstöðu til kirkj-
unnar, að þeir telji framtíð kristindómsins í landinu fastákveðna,
og liggi hún í augum uppi. Hins vegar skiptast þeir í tvo hópa
varðandi það, hvernig henni verði farið. Annar þeirra, sem ég
hygg að muni enn fjölmennari, ætlar, að kristnin hafi ríkt hér
óskorað síðan árið þúsund og sé sjálfgefið, að henni verði ekki
haggað, á meðan þjóðin lifir. Hinn flokkurinn, sem er fjölmenn-
ari en margur hyggur, telur daga kristninnar raunar talda. Oll
trúarbrögð séu leifar frá frumstigi menningarinnar, hillingar,
sem hverfi strax á morgni atómaldar. Vísindi og nútímaheim-
speki hafi grafið grunninn undan kirkjunni. Ilún lafi uppi eins
og gamalt hús, sem að mestu er flutt úr, — og verði rifið ein-
hvern daginn.
Sannleikurinn er sá, að enginn veit, hvemig þessi mál skip-
ast hér á næstunni. Það er í fyrsta lagi óvíst, hvað núverandi
mynd kirkjunnar, þjóðkirkjan, verður lengi við líði, enda ósann-
að að til ills leiddi, þótt þar yrði breyting á. En um kristnina
sjálfa er líka háð eitthvert það lengsta og harðasta heimsstríð,
sem sögur greina frá. Það hefir senn staðið í tuttugu aldir.
Þótt kristnin hafi sótt fram og sífellt unnið á, ef litið er á
heildina, hefir hún sums staðar orðið að hörfa undan og láta
af yfirráðum a. m. k. í bili. Enginn maður né þjóð verður kúg-
uð til annars en nafnkristni, sem kemur til lítils. Rétt kristni
er ekki ytra vald, heldur gróður, sem unnt er að rækta eða
svelta í hel.
Hver sá það fyrir þremur áratugum, að heilar sveitir lægju