Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 17
MAGNÚS JÓNSSON SJÖTUGUR 447 að það skipti nokkru máli, hvort þetta er Jón eða Sigurður, Guðrún eða Helga. Ég var auk þess ungur, þegar ég var prest- ur, og fann vel, að ég hafði ekkert að gefa rosknu og ráðsettu fólki, nema þá guðfræðilærdóminn, sem það virtist hafa lítið með að gera í þeim vandamálum mannlegs lífs, sem að steðjuðu. Mér féll prestsstarfið betur hér heima en vestra, þrátt fyrir hinn mikla kirkjumálaáhuga þar. Ef til vill hefir það með fram stafað af því, að ég var þá á mjög hröðu þroskaskeiði, þó að ég væri kominn hátt á þrítugsaldur. Mér fannst ég eigin- lega vera að verða fullorðinn um þrítugt. Þá fékk ég t. d. fyrst mína mótuðu rithönd. En messumar í ísafjarðarkirkju, með hvert sæti skipað og hvem á sínum stað að heita mátti, hvemig sem viðraði og á hverju sem gekk, og stóra og góða söngflokk- inn hans Jónasar Tómassonar, borinn upp af áhuga hans — þessar messur eru eins og ljós, sem lýsa mér enn í ellinni og ylja inn að hjartarótum. Það er ekki nema einn til, sem gefur manni slíkar gjafir, alveg óverðskuldað. Var )bér guðfræðikennslan geðfelld? Guðfræðikennslan var það starf, sem ég gat fremst kosið allra starfa, og sannast að segja held ég, að það starf hafi verið í undirvitund minni, þegar ég ákvað að lesa guðfræði. Þarna var ég kominn á mína hillu að flestu leyti, í fámennum hóp indælla manna, svo fámennum, að jafnvel ég gat þekkt þá sund- ur og vel það. En einnig hér kom fram ómannblendni mín og afskiptaleysi, «r olli því, að ég kynntist þessum stúdentum lítið utan tím- anna. í því sem fleiru var ég mikill eftirbátur samkennara nainna. Ég fór eftir reglunni: Það, sem þér viljið, að aðrir geri yður, það skuluð þér og þeim gera, þó að ég sé engan veg- mn mjög hrifinn af þeirri reglu. Á mínum stúdentsárum hefði ég aldrei þolað kennurum mínum nein afskipti af öðru en kennslunni, enda var ekki mikil hætta á þeim afskiptum. Ég vissi lítið um hagi þessara stúdenta eða skoðanir þeirra. Einn ágætur Framsóknarmaður, samþingismaður minn, sagði eitt sinn við mig í stríðnistón: „Veiztu, að meiri hlutinn í guðfræði-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.