Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 38
Blá perlufesti
Jólasaga efitir Jullon Oursler
Enginn þeirra, sem við málið eru riðnir, hirðir um að hafa það í hámæli.
Þeir fara allir hjá sér, þegar það ber á góma. Þess vegna hefi ég breytt
nöfnunum og ruglað staðarlýsingarnar. En þeirri staðreynd verður ekki
leynt, að enginn maður í borginni var jafn einmana og Pétur Wakefield
daginn þann, sem Barbara May steig inn fyrir þröskuld hans.
Búðina hafði Pétur erft eftir afa sinn. I litla glugganum, sem vissi út
að götunni, var lirúgað upp alls konar gamaldags mimum: armböndum
og nistum, sem borin voru fyrir borgarastyrjöldina, gullhringum og silfur-
skrínum, gimsteina og fílabeinslíkjum, og smáhlutum úr postulíni.
Þetta vetrarkvöld stóð þama bam fyrir utan og þrýsti enninu að rúð-
unni. Þetta var telpa, sem með stómm augum fullum af alvöm virti fyrir
sér livem þessara vanhirtu dýrgripa, rétt eins og hún væri í leit að ein-
hverju alveg sérstöku. Við og við stappaði hún niður fótunum, því að úti
var nístingskalt. Loks hafði hún sjáanlega tekið fullnaðarákvörðun og gekk
inn í búðina. í skuggasælli búðarkytmnni vom hludmir á enn meira tjá og
tundri en nokkm sinni í sýningarglugganum. Hillumar vom hlaðnar skart-
gripaskrínum, skammbyssum, klukkum og lömpum, en gólfið þakið arin-
grindum og mandólinum og ýmsu, sem erfitt var að gefa nokkurt nafn.
Sjálfur stóð Pétur innan við búðarborðið. Hann var ekki nema þrítug-
m, en samt þegar tekinn að hærast. Hann lygndi augunum og virti skeyt-
ingarlaust fyrir sér telpuangann, sem lagði beran lófann á búðarborðið.
„Herra,“ sagði hún, „viljið þér gjöra svo vel, að lofa mér að líta á bláu
perlufestina í glugganum?"
Pétur Wakefield gerði rifu á gluggatjöldin með vinstri hendinni, —
hægri höndin hékk aflvana niður með síðunni eftir sprengjuhríð í Nor-
mandy — og hann krækti í hálsfesti úr gluggakistunni. Blágrænir steinamir
glitruðu fagurlega í hvítum lófa hans, þegar hann rétti hana í átt til telp-
unnar.
„Þeir em alveg egta,“ sagði bamið eingöngu við sjálft sig. „Viljið þér
gjöra svo vel að búa fallega um hana fyrir mig?“
Pétur Wakefield virti telpuna steinilostinn fyrir sér. „Ertu að kaupa
þessa festi hana einhverjum?“