Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 20
450 KIRKJURITIÐ mín menn, sem fundu fljótt, ef holt var undir. Ég naut þessarar tvöföldu tilveru, og þótt fleiri væru. Ég átti nefnilega svo- lítinn sumarkofa auk hinna húsanna. Ég var þar sjaldan, en hann gaf mér mikla nautn. Hvað áttu viðP Ég á við föndriS, málaraföndrið. Ég hætti því aldrei alveg. Og nú er það að verða að breiðari og breiðari straum. En við skulum ekki tala meira um það. Hvaða störf þykir þér vænzt um að hafa innt af höndum fyrir land og þjóð? Nú veit ég sannarlega ekki. Ég held helzt, að ég hafi ekkert gert fyrir land og þjóð svo merkilegt, að mér geti þótt vænt um það af þeirri ástæðu. Ef ég hefði ekki unnið þessi störf, hefðu aðrir unnið þau eitthvað álíka vel. Hafa guðfræðiskoðanir þínar breytzt með árunum? Já, hvað eftir annað, eða réttara sagt, þær eru alltaf á hreyf- ingu, og mér dettur ekki í hug að stöðva þá hreyfingu. Ég var alinn upp á heimili, þar sem hinn öfgalausi íslenzki rétt- trúnaður var sjálfsagður hlutur. Þegar ég svo kom í Presta- skólann, var nýja guðfræðin þar á sínu fegursta blómaskeiði, með heillandi fulltrúa á báðum aðalkennarastólunum. Eiríkur Briem var þriðji kennarinn, en hann var ljúfmennskan ein og beitti sér ekki. Ég var strax hrifinn af kennurunum og þeirra vísdómi, en fannst þó nóg um þessa sífelldu umtuman á öllu. Ég beinlínis hafði ekki undan að trúa, eins og maðurinn sagði, og mér fannst, sem eitthvað af gamla bænum mætti standa, eins og oft var siður, þegar nýr bær var reistur. En smám sam- an færðist það nýja yfir í mildari mynd, einkum eftir að ég fór að kynna mér meira enskar bækur um þessi efni. Englendingar kunna að forðast öfgar Þjóðverjanna. Með aldrinum hefi ég svo verið að þoka húsi mínu í horf, og ég ætla ekki að lýsa því neitt, hvernig það er nú. Það hefir kostað mig hér um bil 50 ára guðfræðinám að koma mér út

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.