Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Side 37

Kirkjuritið - 01.12.1957, Side 37
ÞEGAR TJALDIÐ FELLUR 467 sannfæring min, að sá Guð, er yfir oss vakir, hafi af vísdómi sínum kom- ið því svo fyrir, að vér menn skulum eigi vita nema takmarkað um það, er býr að baki gröf og dauða, sbr. og þá staðreynd, að vér vitum fátt um það, hvað þeir dagar, sem oss kunna að gefast hér í viðbót, muni bera í skauti sér. Æskumaðurinn, er öruggum augum horfir fram á veginn, veit litt um það, hvað mæta kann á leiðinni, sem framundan er, og menn flestir sammála um, að það sé vel farið, þegar alls er gætt. Og á sama hátt er ég þess fullviss, að oss er af einhverjum ástæðum ekki ætlað að vita um lífið eftir dauðann annað eða meira en það, sem Guð hefir opin- berað oss í heilögu orði sínu. Fyrir hvem þann, er fundið hefir og skihð, hvað i því felst, að Guð er kærleiksríkur faðir vor, — fyrir hvem þann, sem á Jesúm Krist að frelsara, er það þá lika alveg fullnægjandi, sem vér getum lesið um þessa hluti í hinni helgu bók. Fyxir oss alla fylgir dauðanum einatt sársauki og sorg, — það er ávaUt erfitt að skiljast við þá, er vér elskum, jafnvel þótt það sé aðeins um stundarsakir, og dauðanum fylgja oft óumræðilegir örðugleik- ar, eins og þá, er foreldri deyr frá ungum bömum eða eHistoð aldur- hniginna foreldra, en í augum þess, er raunverulega trúir á Jesúm Krist, fylgir dauðanum engin ógn, heldur miklu fremur hið gagnstæða, sbr. það, sem PáU ritar vinum sínum í Filippíaborg: „Eg á úr tvennu vöndu að ráða,“ segir hann. „Mig langar til að fara héðan og vera með Kristi, því að það væri miklu betra, en yðar vegna er það nauðsynlegra, að ég haldi áfram að hfa í líkamanum.“ — Lífið er mér Kristur" skrifar hann enn- fremur, „en dauðinn ávinningur.“ í augum Páls var dauðinn þannig inn- gangur til lífsins í fyllingu sinni, þar sem óskorað réttlæti ríkti, friður og fögnuður í heilögum anda, eins og hann orðar þetta annars staðar. Hann mundi eignast alveg skuggalaust samfélag við Drottin sinn og frelsara, er hann hafði elskað og þjónað svo trúlega. Nú getum við að sjálfsögðu ekki mælt okkur við Pál postula, en eigi að siður er þetta kjaminn í von og vissu allra kristinna manna varðandi lífið eftir dauðann, að þeir ásamt elskuðum vinum sínum megi vera þar sem Kristur er, — í því andrúmslofti, er hann skapar, án þess að þar fái nokk- uð tmflað. En þessa von og vissu byggja kristnir menn ekki á eigin ímyndun, óskhyggju eða umsögn miðla, heldur á Guðs orði. Eitt hið síð- asta, er Kristur sagði við vini sína, áður en hann gekk til móts við kross- uui) var einmitt þetta: „Þegar ég er 'farinn burt og hefi búið yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín til þess, að þér séuð og þar sem ég er.“ Þorbergur Krístjánsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.